A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Gerđ Strandsvćđaskipulags á Vestfjörđum

Ţorgeir Pálsson | 07. maí 2020
« 1 af 2 »

 

Hafin er vinna við gerð strandsvæðisskipulags á Vestfjörðum á grundvelli laga um skipulag haf- og strandsvæða. Svæðisráð, skipað af umhverfis- og auðlindaráðherra, ber ábyrgð á gerð strandsvæðisskipulagsins en Skipulagsstofnun annast gerð þess í umboði svæðisráðanna.

Lýsing

Svæðisráð auglýsir lýsingu fyrir gerð strandsvæðisskipulags á Vestfjörðum Þar er gerð grein fyrir hvernig fyrirhugað er að standa að vinnu við gerð strandsvæðisskipulagsins. Lýsingin er aðgengileg hjá Skipulagsstofnun og á hafskipulag.is frá 7. maí til 1. júní. Nálgast má prentað eintak hjá Skipulagsstofnun.

 

Lýsing fyrir gerð strandsvæðisskipulags á Vestfjörðum.

 

Allir eru hvattir til að kynna sér efni lýsingarinnar og koma á framfæri ábendingum um nálgun og efnistök í skipulagsvinnunni. Ábendingar þurfa að vera skriflegar og má koma á framfæri bréfleiðis til Skipulagsstofnunar, með tölvupósti á hafskipulag@skipulag.is eða á athugasemdagátt áhafskipulag.is. Frestur til að koma á framfæri ábendingum er til 1. júní 2020.

 

Lýsing er kynnt samkvæmt 11. gr. laga um skipulag haf- og strandsvæða.

 

Samráðsvefsjá

Opnuð hefur verið samráðsvefsjá um gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum og Vestfjörðum. Þar er hægt er að koma á framfæri upplýsingum um hvernig svæðin eru nýtt til afþreyingar, ferðaþjónustu og nytja ásamt áherslum varðandi styrkleika svæðanna, áskoranir og tækifæri. Allir eru hvattir til þess að taka þátt. Vefsjáin verður opin til 4. júní. Upplýsingar sem safnast í gegnum vefsjánna verða nýttar í vinnunni framundan við gerð strandsvæðisskipulags á Austfjörðum og Vestfjörðum.

 

Kynningarfundur

Fyrirhuguð vinna við gerð strandsvæðisskipulags á Vestfjörðum verður kynnt á veffundi sem streymt verður á Facebook-síðu Skipulagsstofnunar þann 12. maí kl. 15:00.

 

Allir sem hafa áhuga eru hvattir til að taka þátt í fundunum. Nánari upplýsingar um fundina eru á hafskipulag.is.

Kynningarfundur

Til stóð að halda samráðsfundi samhliða kynningu á lýsingu en vegna samkomutakmarkana hefur þeim verið frestað. Samráðsfundirnir verða haldnir haustið 2020 og verða þeir auglýstir þegar nær dregur. Á fundunum verður þátttakendum boðið til samtals um stöðu svæðisins, styrkleika og áskoranir og leitað eftir ábendingum þátttakenda um núverandi og framtíðar nýtingu þess. Fundirnir verða öllum opnir.

 

Hafskipulag.is

Jafnframt er athygli vakin á að á nýju vefsvæði skipulags á haf- og strandsvæðum, hafskipulag.is má nálgast frekari upplýsingar um skipulag á haf- og strandsvæðum ásamt gerð strandsvæðisskipulags og framvindu vinnunnar á hvoru svæði.

Söfnun hugmynda um öndvegisverkefni

Brynja Rós Guđlaugsdóttir | 05. maí 2020


Verkefnið Brothættar byggðir er að mjakast af stað í Strandabyggð og nú stendur verkefnastjórn fyrir söfnun hugmynda um öndvegisverkefni sem gætu keppt fyrir hönd Strandabyggðar í samkeppnissjóði fyrir Brothættar byggðir á landsvísu. Alls eru sjö byggðarlög þátttakendur í verkefninu og má búast við að fáum og háum framlögum verði úthlutað til þeirra verkefna sem fá stuðning á annað borð. Frestur til að skila hugmyndum um öndvegisverkefni er til 10. maí nk. og á að gera það með rafrænum hætti undir þessum tengli.

 

Á dögunum var haldinn kynningarfundur um Brothættar byggðir í vefforritinu Zoom og var hann tekinn upp. Hann er nú aðgengilegur á Facebook síðu Strandabyggðar undir þessum tengli.

Ný verkefni - styrkir - fjármögnun - uppbygging

Ţorgeir Pálsson | 03. maí 2020
Sæl öll,

Í því árferði sem nú ríkir, eru margir sem hugleiða ný verkefni, nýjar leiðir til að efla reksturinn eða mæta erfiðleikum í rekstri sökum áhrifa Covid-19.  Vestfjarðastofa er einn þeirra aðila sem býður styrki og hefur að auki góða yfirsýn yfir styrkjamöguleika almennt.  Hægt er að sækja sér upplýsingar um mögulega styrki, ráðgjöf og aðstoð varðandi styrkumsóknir og því er rétt að skoða vel heimasíðu Vestfjarðastofu þessa dagana.

Þegar kemur að umfjöllun um hugsanlega styrki í boði, er listinn nokkuð langur og hér er slóð á þá umfjöllun:

https://www.vestfirdir.is/is/radgjof-atvinnuthroun/styrkumsoknir?fbclid=IwAR1a8Nkj3Ul2rZw_JfqPZ8m2RyM_7Hc_fk0jeGOPzeVCXMFk8mtJL83Zm84

Hér má nefna nokkur dæmi:
 • Átaksverkefni Vestfjarðastofu.  Hér er kallað eftir hugmyndum að verkefnum og rennur frestur til að skila þeim inn nú í dag, á miðnætti
 • Tónlistarsjóður (Rannís).  Hér má sækja um styrk til tónlistarverkefna.  Umsóknarfrestur 8. maí n.k.
 • Nýsköpunarsjóður námsmanna.  Hér ættu að vera spennandi tækifæri fyrir námsmenn sem leita sér verkefna þessa dagana.  Umsóknarfrestur er 8. maí n.k.
 • Áfram Árneshreppur.  Hér er hægt að sækja um styrk til verkefna sem efla samfélagið í Árneshreppi og er umsóknarfrestur 11. maí n.k.
 • Öll vötn til Dýrafjarðar, Frumkvæðissjóður. Hér er um að ræða verkefni sem styrkja samfélagið á Þingeyri.  Umsóknarfrestur er til 14. maí n.k.
Svona mætti halda áfram að telja upp styrkmöguleika sem kynntir eru á heimasíðu Vestfjarðarstofu.  þetta eru aðeins nokkur dæmi og því hvet ég áhugasama til að kynna sér heimasíðuna og leita frekari upplýsinga hjá Vestfjarðastofu.

Strandabyggð leitar nú, líkt og önnur sveitarfélög, leiða til að styrkja atvinnulífið og finna eitthvert mótvægi við fyrirsjáanlegan samdrátt í rekstri vegna Covid-19.  Ferðaþjónustufyrirtækin eru þar sérstaklega illa sett mörg hver.  Erfitt er að sjá annað en að mikill samdráttur verið í rekstri, afbókanir eru miklar nú þegar og ljóst að þetta ferðasumar verður mörgum erfitt.  Það er engu að síður mikilvægt að leita leiða til að lina höggið.  Margir munu hugsanlega huga að viðhaldi eigna, nýsköpun í vöruframboði eða leita að nýju fjármagni og/eða aðkomu nýrra hluthafa til að styrkja reksturinn til framtíðar.  Þetta á eftir að koma í ljós, en það er mikilvægt að vera sérstaklega vakandi fyrir styrkmöguleikum og fylgjast með umræðu um úrræði stjórnvalda til handa atvinnulífi og sveitarfélögum.  Sú mynd skýrist, smám saman.

Brothættar byggðir.  Strandabyggð er nú hluti af verkefni Byggðastofnunar, Brothættar byggðir.  Framundan er íbúafundur sem án efa verður netfundur og eins verða kynntir styrkjamöguleikar á vegum verkefnisins, síðar á árinu.  Einstaklingar og fyrirtæki í Strandabyggð ættu því að fylgjast vel með allri umfjöllun um þátttöku Strandabyggðar í Brothættum byggðum á næstunni. 

Með þessum pistli var meiningin að benda á nokkra möguleika sem standa einstaklingum og atvinnulífi til boða, hvað varðar styrki til atvinnusköpunar og uppbyggingar.  Það er mikilvægara nú sem aldrei fyrr, að skoða alla möguleika, endurvinna gamlar hugmyndir og taka þátt í umræðunni um uppbyggingu mannlífs og atvinnulífs í Strandabyggð sem og annars staðar.

Sveitarfélagið mun koma að þessari umræðu eins og kostur er á næstu vikum og mánuðum.

Kveðja
Þorgeir Pálsson,
Sveitarstjóri StrandabyggðarAđgerđir Strandabyggđar vegna Covid-19

Ţorgeir Pálsson | 01. maí 2020
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur fundað undanfarið og rætt til hvaða aðgerðar sveitarfélagið gæti gripið, til að mæta erfiðri stöðu margra í samfélaginu.  Stuðst hefur verið við tilmæli stjórnvalda, Sambands íslenskra sveitarfélaga og einnig hefur verið haft samráð við fulltrúa atvinnulífsins í Strandabyggð.  Eftirfarandi aðgerðir eru nú virkar af hálfu sveitarfélagsins:

Niðurfelling leikskólagjalda og matarkostnaðar
Til að mæta skertri skólasókn var sveitarstjórn áður búin að samþykkja niðurfellingu leikskólagjalda og matarkostnaðar, þá daga sem ekki voru nýttir.

Reglur um frestun fasteignaskatta í Strandabyggð, 2020

Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur samþykkt eftirfarandi reglur um frestun fasteignaskatta 2020:
 1. Eigendur atvinnuhúsnæðis í Strandabyggð geta sótt um frestun fasteignaskatta.  Um er að ræða húsnæði í c- flokki, 3. grein (allar fasteignir, svo sem iðnaðar-, skrifstofu- og verslunarhúsnæði, fiskeldismannvirki, veiðihús og mannvirki sem nýtt eru fyrir ferðaþjónustu)
 2. Umsækjendur skulu vera skuldlausir við sveitarfélagið hvað eldri gjalddaga varðar
 3. Um er að ræða alla gjalda nema apríl gjaldaga.
 4. Hægt er að sækja um frestun til að hámarki þriggja mánaða
 5. Úrræðið nær til fasteignaskatta, þar með talið einnig eftirtalinna skatta: lóðarleigu, sorpgjöld, holræsagjöld og vatnsgjöld
 6. Umsækjandi skal sækja um frestun fasteignaskatta með rafrænum eða skriflegum hætti til sveitarfélagsins og má senda umsókn á netfangið sveitarstjori@strandabyggd.is eða hringja í 451-3510 og bóka tíma til að skila inn umsókn.

Það má síðan rifja upp, að sveitarstjórn hafði áður stofnað til samstarfs við Rauða krossinn og sóknarprestinn um aðstoð til þeirra sem þurfa aðstoð í daglegu lífi og einnig óskað eftir sjálfboðaliðum á bakvarðalista Strandabyggðar, til að aðstoða náungann. 

Sveitarstjórn Strandabyggð vonar að þessar aðgerðir gagnist í því erfiða árferði sem við upplifum þessa dagana.  Áfram verður fylgst náið með þróun mála í mannlífi og atvinnulífi Strandabyggðar og eins hvetjum við íbúa til að hafa samband með sínar hugmyndir og/eða vangaveltur. 

Þetta er tímabundið ástand sem líður hjá.  Við höfum staðið vel saman í Strandabyggð hingað til og munum gera það áfram.

Kveðja,
Þorgeir Pálsson
sveitarstjóri

Kynningarfundur á netinu um Brothćttar byggđir

Brynja Rós Guđlaugsdóttir | 29. apríl 2020


Hér er linkur á kynningarfundinn um Brothættar byggðir í Strandabyggð kl. 15 í dag, miðvikudaginn 29. apríl. Linkurinn er: https://us02web.zoom.us/j/88058988647

Eldri fćrslur

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« Maí 2020 »
S M Ţ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nćstu atburđir

Vefumsjón