A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Ársreikningur Strandabyggđar 2021 samţykktur

Salbjörg Engilbertsdóttir | 11. maí 2022


Á fundi sveitarstjórnar Strandabyggðar í gær var lagður fram ársreikningur fyrir 2021 til seinni umræðu og var hann samþykktur. 
Þar kemur fram að rekstarniðurstaða sveitarfélagsins samkvæmt samanteknum ársreikningi A og B hluta var neikvæð um 39,5 milljónir króna. Í A hluta var rekstrarniðurstaðan neikvæð um 28 milljónir króna en upphafleg fjárhagsáætlun hljóðaði upp á neikvæða niðurstöðu upp á 62,3 milljónir króna. Þá kemur fram að skuldir og skuldbindingar A og B hluta nema samtals 862,5 millj. kr. skv. efnahagsreikningi.

 

Í fundargerð kemur fram að handbært fé frá rekstri í A og B hluta samanlögðum er 36,7 millj. kr. sem er mjög jákvæð breyting og viðsnúningur miðað við síðustu ár, en árið áður var handbært fé frá rekstri neikvætt um 47,6 millj. Þetta hefur áhrif á rekstur sveitarfélagsins sem skilar afgangi til að greiða af lánum og í framkvæmdir. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2022 nam 226,9 millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi, en eigið fé A hluta nam 326,5 millj. kr.


Fram kemur að helstu ástæður fyrir mun á fjárhagsáætlun fyrir árið 2021, með samþykktum viðaukum, og niðurstöðu ársreikningsins felast í uppreiknuðum lífeyriskuldbindingum og vaxtagjöldum sem eru töluvert hærri en áætlað var. Einnig að gerð hafi verið mistök við samþykkt fjárhagsáætlunar fyrir árið 2021 um áhrif af sölu Veitustofnunar sveitarfélagsins á ljósleiðara sem eru leiðrétt í reikningnum. Ársreikningurinn var samþykktur samhljóða og verður birtur á vef sveitarfélagsins, ásamt Endurskoðunarskýrslu fyrir 2021.


Lesa má fundargerð sveitarstjórnar á vef sveitarfélagsins.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón