A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Texti - Mín fullvalda þjóð

| 05. október 2022
Þar sem fjöllin og dalirnir fagna
og fjólan í lynginu grær,
þar sem freyðandi fossarnir magna
þá fold sem er himnesk og tær,
þar sem vindar að vetrinum þagna
er vaknar hinn blíðasti blær,
þar sem vindar að vetrinum þagna
er vaknar hinn blíðasti blær

þar lifir í friði mín fullvalda þjóð
hjá flöktandi eldi og logandi glóð,
þar rennur í æðum hið íslenska blóð,
þar iðar hin brennandi þrá.
Þar lifir í friði mín fullvalda þjóð
sem fegurstu minningar á.

Þar sem sólin fær sigið til viðar
og sofnar við blómanna krans,
þar sem stórfljót að ströndinni niðar
og stefnir í öldunnar fans,
þar sem nóttin í næðingi iðar
er norðurljós stíga sinn dans,
þar sem nóttin í næðingi iðar
er norðurljós stíga sinn dans

þar lifir í friði mín fullvalda þjóð
hjá flöktandi eldi og logandi glóð,
þar rennur í æðum hið íslenska blóð,
þar iðar hin brennandi þrá.
Þar lifir í friði mín fullvalda þjóð
sem fegurstu minningar á.

Þar lifir í friði mín fullvalda þjóð
hjá flöktandi eldi og logandi glóð,
þar rennur í æðum hið íslenska blóð,
þar iðar hin brennandi þrá.
Þar lifir í friði mín fullvalda þjóð
sem fegurstu minningar á.

Texti: Kristján Hreinsson

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón