A A A

Valmynd

Fréttir

Hamingjubolir komnir í sölu

| 09. júní 2009
Fyrstu hamingjubolirnir-í ár eru það svartir með silfri og hvítir með gulli
Fyrstu hamingjubolirnir-í ár eru það svartir með silfri og hvítir með gulli
Nú er bolir með merki hamingjudaga komnir í sölu í Upplýsingamiðstöðinni á Hólmavík. Að þessu sinni voru pantaðir samskonar bolir og í fyrra, þ.e.a.s. hvítir með gylltu prenti og svartir með silfruðu prenti. Þá er nóg til af sundpokum (eplagrænum með bláu eða bleiku prenti) og blöðrum í hverfislitum. Hverfislitir verða þeir sömu og í fyrra. Vilja aðstandendur hamingjudaga hvetja alla til að fara að skreyta hið fyrsta.
Verðin eru eftirfarandi:
Barnastærðir: 1500
Fullorðins: 2200
Kvensnið: 2500 (aðsniðnir úr þykkara efni)
Gamlir bolir: 1500 (ýmsir litir til ennþá)
Sundpokar: 500
Blöðrur: 600 kr pokinn

Annar fundur með Menningarmálanefnd

| 26. maí 2009
Andlitsmálun setur gjarnan svip á yngstu gesti hamingjudaganna
Andlitsmálun setur gjarnan svip á yngstu gesti hamingjudaganna
Seinnipartinn í dag fór fram annar fundur framkvæmdastjóra Hamingjudaga með Menningarmálanefnd Strandabyggðar. Farið var yfirhugmyndir og umræður sem fram komu á íbúafundinum í gær. Einnig yfir praktísk atriði eins og leyfi, gæslu og hljóðmál, en viðræður standa yfir við aðila sem að þeim koma.
Ákveðið var að panta inn í þau númer sem vantar af bolum sem prentaðir voru í fyrra og verða bolirnir í sölu í upplýsingamiðstöðinni þegar hún opnar um næstu mánaðarmót.
Nú er leitað eftir skemmtiatriðum frá heimamönnum, bæði á útvisvið á laugardegi og við kökuhlaðborð á útisviði á laugardagskvöldi. Þá vantar skreytingarstjóra í hvert hverfi, en lagt er til að hverfin taki sig til um skreytingardag þar sem sameiginlegum skreytingum gatnanna verði komið upp og síðan jafnvel endað með götugrilli. Loks vantar fólk í dómnefndir fyrir kökukeppni, söngkeppni barna og skreytingaverðlaun. Þeir sem eru áhugasamir um að taka eitthvað af ofangreindu eða önnur tilfallandi verkefni að sér eru beðnir að snúa sér til framkvæmdastjóra eða senda tölvupóst á netfangið hamingjudagar@hamingjudagar.is.

Íbúafundur um hamingjudaga í kvöld

| 25. maí 2009
Á Hamingjudögum 2005 afhenti Lionsklúbbur Hólmavíkur hjartstuðtæki í Íþróttamiðstöðina á Hólmavík
Á Hamingjudögum 2005 afhenti Lionsklúbbur Hólmavíkur hjartstuðtæki í Íþróttamiðstöðina á Hólmavík
Íbúafundur um bæjarhátíðina Hamingjudaga á Hólmavík verður haldinn í kvöld, mánudaginn 25. maí kl. 20:00 í Félagsheimilinu á Hólmavík. Kristín S. Einarsdóttir framkvæmdastjóri Hamingjudaga kynnir þar drög að dagskrá og leitar jafnframt eftir hugmyndum og framlagi íbúa. Þegar hefur verið ákveðið að hljómsveitin Von frá Sauðárkróki muni leika á dansleik á laugardagskvöldinu um Hamingjudaga og Svavar Knútur og KK og Maggi Eiríks munu leika á tónleikum á Hólmavík sömu helgi, en hátíðin verður 3.-5. júlí þetta árið.

Reiknað er með að dagskrá hefjist jafnvel strax á fimmtudagskvöld. Á laugardegi er gert ráð fyrir kassabílarallýi, útidagskrá, tónleikum og dansleik ásamt hinu geysivinsæla tertuhlaðborði. Þá er vonast til að afþreying eins og listasýningar, íþróttaviðburðir og sjóstangveiði verði á sínum stað. 

Hljómsveitin Von ráðin á Hamingjudaga

| 16. maí 2009
Hljómsveitin Von
Hljómsveitin Von
Gengið hefur verið frá samningu við hljómsveitina Von frá Sauðárkróki sem mun leika á dansleik á laugardagskvöldi á Hamingjudögum. Eins og undanfarið fer sá dansleikur frá í Félagsheimilinu á Hólmavík.
Hljómsveitina Von skipa þeir Ellert Heiðar Jóhannsson söngur, Sigurpáll Aðalsteinsson á hljómborð, Guðni Bragason á bassa, Sorin M. Lazar á gítar og Gunnar I. Sigurðsson á trommur.
Nánari upplýsingar og sýnishorn af tónlist þeirra er að finna á heimasíðu hljómsveitarinnar, www.von.is.

Menningarmálanefnd fundar með framkvæmdastjóra

| 15. maí 2009
Hamingjusamur hundur á Hamingjudögum
Hamingjusamur hundur á Hamingjudögum
Í dag átti menningarmálanefnd fund með framkvæmdastjóra Hamingjudaga 2009. Framkvæmdastjóri lagði fram drög að dagskrá hátíðarinnar ásamt grófri fjárhagsáætlun. Fyrir liggur að listamennirnir Svavar Knútur annars vegar og KK og Maggi Eírks hafa sett sig í samband við aðila hér á staðnum og óskað eftir að halda tónleika annars vegar á fimmtudagskvöldi og hins vegar á laugardagskveldi. Er þessu að sjálfsögðu tekið fagnandi, enda markmið hátíðarinnar að leiða saman samstarfs- og hagsmunaaðila sem geta komið að henni á einn eða annan hátt. Þannig myndi dagskrá hefjast strax á fimmtudagskveldi og á föstudegi yrði síðan einhver menningarviðburður. Á laugardegi er gert ráð fyrir kassabílarallýi, útidagskrá, tónleikum og dansleik ásamt hinu geysivinsæla hlaðborði. Þá er vonast til að afþreying eins og íþróttaviðburðir, sjóstangveiði, hestar og slíkt verði á sínum stað. Einnig myndlistarsýningar. Drög að dagskrá verða birt hér á vefnum um leið og búið er að staðfesta einstaka viðburði. Þeir sem áhuga hafa á að koma að hátíðinni með einhverjum hætti eru hvattir til að hafa samband við framkvæmdastjóra. Stefnt er að íbúafundi þann 25. maí þar sem almenningi ásamt hagsmuna- og samstarfsaðilar verða boðaðir sérstaklega til fundarins. Það er því um að gera að fara að leggja höfuðið í bleyti og koma með mótaðar hugmyndir á fundinn.

Framkvæmdastjóri ráðinn

| 07. maí 2009
Kristín Sigurrós Einarsdóttir framkvæmdastjóri Hamingjudaga
Kristín Sigurrós Einarsdóttir framkvæmdastjóri Hamingjudaga
Gengið hefur verið frá ráðningu Kristínar S. Einarsdóttur í starf framkvæmdastjóra Hamingjudaga. Kristín hefur þegar hafið störf og þessa dagana er verið að ganga frá hljómsveitarmálum vegna dansleiks og einnig hafa fjölmargir komið að máli við framkvæmdastjóra og haft þannig frumkvæði að einstaka dagskrárliðum. Er það vel því nú sem aldrei fyrr er þörf á virku framlagi heimamanna til hátíðarinnar. Þó eðlilega sé hart í ári og skera þurfi niður að einhverju leyti er vonast til að það bitni engan veginn á glæsileika hátíðarinnar. Hún verður með nokkuð hefðbundnu sniði þó að vonandi verði einnig um einhverjar ferskar nýjungar að ræða og eru allar hugmyndir vel þegnar. Fyrsti fundur menningarmálanefndar Strandabyggðar með framkvæmdastjóra er áformaður á þriðjudaginn 12. maí. Netfang framkvæmdastjóra er stina@holmavik.is og símanúmer 8673164.
Síða 36 af 36
Eldri færslur

Facebook

Hamingjumyndir

Horft úr Fjarðarhornssneiðingum á Bitruhálsi niður að eyðibýlinu Þrúðardal í Kollafirði.

(Ljósmynd og  © Stefán Gíslason)
Vefumsjón