A A A

Valmynd

Fréttir

Geirmundur og hljómsveit sjá um Hamingjuballiđ

| 07. apríl 2011
Sveiflukóngurinn međ nikkuna - Ljósmynd: Örlygur Hnefill
Sveiflukóngurinn međ nikkuna - Ljósmynd: Örlygur Hnefill

Geirmundur Valtýsson hefur verið iðinn við að halda frábæra dansleiki á Hólmavík undanfarin misseri. Nú hefur verið staðfest að þessi mikli sveiflukóngur mætir á Hamingjudaga á Hólmavík og heldur uppi fjöri í Félagsheimilinu fram á rauða nótt ásamt hljómsveit sinni.

Geirmund þarf ekki að kynna fyrir nokkrum manni; hann er fyrir löngu landsþekktur fyrir frábæra sveiflusmelli og óheft stuð og fjör á dansleikjum víða um land. Hljómsveitina skipa afskaplega liprir og færir hljóðfæraleikarar sem víla ekki fyrir sér að spila allar tegundir tónlsitar - allt frá fornum ræl og polka að nýjustu sumarsmellunum.
 

Hamingjumessa verđur á sunnudegi

| 22. mars 2011
Litadýrđ á Hólmavík -  
Mynd: Arnar S. Jónsson
Litadýrđ á Hólmavík - Mynd: Arnar S. Jónsson

Allt frá því að fyrstu Hamingjudagarnir voru haldnir árið 2005 hefur verið haldin svokölluð Léttmessa í Hólmavíkurkirkju á sunnudegi kl. 11:00. Messan hefur jafnan verið vel sótt, fjörug og skemmtileg. Það er gaman að skýra frá því að engin breyting verður á þessu í ár og léttmessan verður á sínum stað á sunnudegi kl. 11:00.

Þeir sem vilja vera með atriði, sýna listir eða listaverk, leika, syngja eða grínast á Hamingjudögum eru hvattir til að hafa samband við Arnar S. Jónsson tómstundafulltrúa í netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is.

Hamingjuhlaupiđ 2011

| 21. mars 2011
Hamingjusamir hlauparar á Hamingjudögum 2010
Hamingjusamir hlauparar á Hamingjudögum 2010

Nú hefur verið staðfest að Hamingjuhlaupið verður haldið í þriðja skipti laugardaginn 2. júlí í sumar. Að vanda er það Stefán Gíslason, hamingjusamur bóndasonur frá Gröf í Bitrufirði, sem stendur fyrir hlaupinu. Hlaupaleiðin að þessu sinni er þannig að lagt verður upp frá Gröf í Bitrufirði, hlaupið norður yfir Bitruháls, fyrir botn Kollafjarðar, upp í Deildarskarð utan við Litla-Fjarðarhorn, yfir Hvalsárdal og að Heydalsá í Steingrímsfirði. Þessi leið er um það bil 32 km. að lengd.

Líklegt er að hlaupið hefjist seinnipart dags og ljúki á hátíðarsvæðinu á Hólmavík um kvöldið, þannig að koma hlauparanna marki opnun á hinu víðfræga tertuhlaðborði Hólmvíkinga á Hamingjudögum. Tímasetningar verða þó betur auglýstar þegar nær dregur.

Fræðast má um Hamingjuhlaupið og fleiri hlaup á hlaupadagskrá Stefáns Gíslasonar í sumar með því að smella hér.

Lagasamkeppni Hamingjudaga 2011

| 21. febrúar 2011

Ákveðið hefur verið að efna til lagasamkeppni vegna Hamingjudaga á Hólmavík 2011. Skilafrestur á lagi í keppnina er til föstudagsins 29. apríl. Keppnin sjálf verður haldin kl. 20:00 sunnudagskvöldið 8. maí. Lagið má ekki hafa heyrst opinberlega áður og ekki er verra að textinn fjalli að einhverju leyti um hamingjuna, Hólmavík eða Hamingjudaga. Það er þó alls ekki skilyrði.

 

Sú breyting verður gerð að þessu sinni að Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar mun sjá um skipuleggja og kosta stúdíóupptöku og útgáfu á laginu. Allar reglur varðandi keppnina má nálgast með því að smella hér.

 

Skila þarf lögum á geisladisk til Menningarmálanefndar í síðasta lagi föstudaginn 29. apríl, merkt Hamingjudagar á Hólmavík - Lagasamkeppni 2011, Höfðagata 3, 510 Hólmavík. Úrslitakeppnin fer svo fram í félagsheimilinu á Hólmavík og munu áhorfendur að vanda velja sigurlagið.

 

Allar nánari upplýsingar má nálgast hjá framkvæmdastjóra hátíðarinnar, Arnari Snæberg Jónssyni, í netfanginu tomstundafulltrui@strandabyggd.is eða í síma 894-1941.

 

Arnar Snćberg Jónsson sér um Hamingjudaga

| 16. febrúar 2011

Nú hefur verið ákveðið að Arnar Snæberg Jónsson, nýráðinn tómstundafulltrúi Strandabyggðar, taki að sér undirbúning og skipulagningu Hamingjudaga. Eins og verið hefur frá upphafi verður framkvæmdin öll unnin í nánu samráði við Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar.

 Arnar hefur þegar hafið störf við undirbúninginn og allar hugmyndir íbúa og velunnara hátíðarinnar eru vel þegnar! Netfang hjá Arnari er tomstundafulltrui@strandabyggd.is og símanúmer 894-1941.

Nýr vefur Hamingjudaga

| 15. febrúar 2011

Þessa dagana er splunkunýr vefur Hamingjudaga á Hólmavík að líta dagsins ljós hér á veraldarvefnum undir léninu hamingjudagar.is. Um allnokkurt skeið hafa vefmál hátíðarinnar verið í hálfgerðum ólestri, en loksins er komin lausn á því og hamingjan ríkir því á netinu jafnt sem annars staðar í Strandabyggð!

Hamingjusöm stemmning viđ varđeldinn

| 03. júlí 2010

Talsverður fólksfjöldi var kominn til Hólmavíkur í gærkvöldi þegar setningarathöfn Hamingjudaga fór fram. Fyrr um daginn var kassabílasmiðjan opin, stórgóðir tónleikar með Svavari Knúti og Raddbandafélagi Reykjavíkur, undir stjórn Steingríms Þórhallssonar fóru fram í Bragganum og Furðufataball var haldið fyrir alla fjölskylduna. Við varðeldinn flutti svo Jón Jónsson á Kirkjubóli Hamingjuræðuna, Gísli og Rögnvaldur gáfaði skemmtu gestum og stóðu fyrir inntökuprófum í laglausa kórinn sem nú er skipaður fimm valinkunnum Strandamönnum sem eiga það sameiginlegt að vera laglausir frá náttúrunnar hendi. Loks léku þeir Gunnar og Guðmundur Jóhannssynir og Gulli Bjarna fyrir fjöldasöng. Að því loknu héldu þér allra hörðustu á dansleik með Bjarna og Stebba á Café Riis.

Söngćfing hjá Heiđu Ólafs

| 02. júlí 2010

Í dag, föstudaginn 2. júlí, milli kl 15 og 18 verða söngæfingar hjá Heiðu Ólafs í Grunnskólanum á Hólmavík fyrir þátttakendur í söngkeppni barna 6-14 ára. Keppendur hafa verið látnir vita hvenær þeirra æfingatími er og frekari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri (Stína) í síma 8673164.

Húsfyllir og gríđarleg stemmning á fyrsta degi Hamingjudaga

| 02. júlí 2010
Eyţór Ingi sló í gegn á tónleikunum í kvöld
Eyţór Ingi sló í gegn á tónleikunum í kvöld

Rokkaðdáendur fylltu Braggann á Hólmavík í kvöld, á fyrsta viðburði dagskrár Hamingjudaga á Hólmavík. Fimm manna hljómsveit flutti þar Deep purple tribute við feikigóðar undirtektir heimamanna og fjölda gesta sem komnir voru á svæðið. Gestirnir létu rigninguna ekkert á sig fá, enda er útlit fyrir að henni sé að mestu lokið og veðurútlitið næstu daga mun betra en lengi var ætlað. Framundan er fjöldi viðburða og meðal listamanna sem fram koma eru Gísli Einarsson og Rögnvaldur gáfaði, Geirmundur Valtýsson, Jón á Berginu, Raddbandafélag Reykjavíkur, Svavar Knútur og hljómsveitin Hraun, töframaðurinn Jón Víðis og fleiri. Sýningar og sagnatjald, brúðuleikhús og hnallþóruhlaðborð verða á sínum stað ásamt götuleikhúsi. Þá setja undarlegir viðburðir eins og laglaus kór, skítkast og öskurkeppni svip sinn á þessa sjöttu Hamingjudaga sem haldnir eru á Hólmavík. Dagskránni lýkur kl 18 á sunnudag.

Söngkeppni barna

| 30. júní 2010
Magdalena Lýđsdóttir í söngkeppni á Hamingjudögum á Hólmavík
Magdalena Lýđsdóttir í söngkeppni á Hamingjudögum á Hólmavík
Æfing á föstudaginn fyrir söngkeppni barna verður kl 15-18 í Grunnskólanum og einnig verður haft samband við keppendur. Verið er að vinna í því að birta lista yfir þau lög sem til eru í karókí hér á síðunni og eins verður boðið upp á undirleik
(á gítar).
Eldri fćrslur

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón