A A A

Valmynd

Fréttir

Ţetta er ekki rommkútur, ţetta er skjaldbaka!

| 07. júní 2011
Smári Gunnarsson frumsýnir Skjaldbökuna föstudaginn 1. júlí
Smári Gunnarsson frumsýnir Skjaldbökuna föstudaginn 1. júlí

Einn af stórviðburðum Hamingjudaga á Hólmavík í ár er frumsýning á einleiknum Skjaldbakan. Verkið er leikið af höfundi þess, stórleikaranum og Strandamanninum Smára Gunnarssyni Grímssonar Benediktssonar Grímssonar Benediktssonar. Leikstjóri verksins er Árni Grétar Jóhannsson. Skjaldbakan verður frumsýnd föstudagskvöldið 1. júlí kl. 20:00 og önnur sýning verður laugardaginn 2. júlí kl. 11:00 um morguninn. Sýningarnar fara fram í Bragganum.

Verkið byggir á þeim stóratburði þegar risaskjaldbaka kom að landi á Hólmavík árið 1963. Ungur maður kynnist veiðimanninum og þótt þeir fari í sitt hvora áttina eru órjúfanleg tengsl milli þeirra. Veiðimaðurinn tekur loforð af unga manninum að passa upp á bát fyrir sig þegar hann flytur frá þorpinu. Þegar báturinn dúkkar upp mörgum árum seinna og minningar um veiðimanninn og skjaldbökuna streyma fram koma einnig fram leyndir draumar hins unga manns um veiðimennsku, sjómennsku og almenna karlmennsku. Allt kristallast þetta auðvitað í einu merkasta afreki veiðimannsins, skjaldbökuævintýrinu.

Miðaverð á atburðinn er aðeins kr. 1.500.- Miðapantanir hjá Stínu í síma 867-3164!

Nánar á http://skjaldbakanleiksyning.blogspot.com/ og á http://vimeo.com/24648376.
 

Íbúafundur á fimmtudag kl. 20:30

| 06. júní 2011
Almennur íbúafundur vegna Hamingjudaga verður haldinn í Félagsheimilinu á Hólmavík fimmtudaginn 9. júní kl. 20:30.  

Á fundinum verður farið yfir ítarleg drög að dagskrá Hamingjudaga, en hún er óðum að fæðast þessa dagana. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar mun fara yfir einstaka dagskrárliði á fundinum og  þær breytingar sem fyrirhugað er að gera á hátíðinni nú í ár. Einnig verður m.a. skýrt frá því hvaða aðilar munu sjá um að vera skreytingastjórar fyrir hvert hverfi fyrir sig.  

Í framhaldi af fundinum sjálfum gefst síðan tækifæri fyrir íbúa í hverju hverfi fyrir sig til að setjast niður með sínum skreytingastjórum og kortleggja hvernig fara eigi með sigur af hólmi í skreytingakeppninni, en eins og á síðasta ári verða veitt verðlaun fyrir best skreytta húsið / lóðina, best skreytta hverfið, besta slagorðið og flottustu fígúruna.  

Að sjálfsögðu verður heitt á könnunni á fundinum, góð stemmning mun svífa yfir vötnum og lögin um hamingjuna verða á grammófóninum. Þetta er eini almenni íbúafundurinn sem verður haldinn í tengslum við Hamingjudaga - ekki missa af honum!

Vornótt á Ströndum er Hamingjulag ársins 2011!!

| 23. maí 2011
Stoltur lagahöfundur - ljósm. Jón Jónsson
Stoltur lagahöfundur - ljósm. Jón Jónsson
Lagasamkeppni Hamingjudaga var haldin föstudagskvöldið 20. maí. Skemmst er frá því að segja að keppnin tókst afar vel, gestir fjölmenntu á viðburðinn og kusu á milli sex fjölbreyttra og skemmtilegra laga. Þegar úrslitin voru síðan tilkynnt og upplýst um nöfn höfunda kom í ljós að sigurlagið var Vornótt á Ströndum í flutningi Aðalheiðar Lilju Bjarnadóttur og Elínar Ingimundardóttur, en lagið er eftir Ásdísi Jónsdóttur á Hólmavík sem hefur nú farið með sigur af hólmi þrjár hamingjulagakeppnir í röð. Ásdís hlaut glæsileg verðlaun fyrir sigurinn, m.a. frá KSH og Sundhana. Fljótlega verður hugað að upptökum og útgáfu á laginu sem er líflegt og fjörugt.

Hamingjulagiđ valiđ nćsta föstudag!

| 17. maí 2011
Hamingjulagiđ 2010 flutt á sviđi - ljósm. Jón Jónsson
Hamingjulagiđ 2010 flutt á sviđi - ljósm. Jón Jónsson
Lagasamkeppni Hamingjudaga verður haldin næstkomandi föstudagskvöld, þann 20. maí, í Félasgheimilinu á Hólmavík. Hvorki fleiri né færri en sjö lög keppa um að verða kosið Hamingjulagið 2011, en áhorfendur í sal fá það hlutverk að kjósa það lag sem þeim finnst best. Stigahæsta lagið fer síðan með sigur af hólmi og verður gefið út fyrir Hamingjudagana sem fara fram 1.-3. júlí í sumar. Nöfnum höfunda er haldið leyndum þar til úrslit liggja fyrir, en allnokkrir flytjendur ferðast um langan veg til að taka þátt í keppninni í ár. Lagaflóran er allt frá djassskotnum vísnasöng að teknói. Allir eru hjartanlega velkomnir á keppnina, en aðgangseyrir er aðeins kr. 1000 fyrir fullorðna og kr. 500 fyrir börn á grunnskólaaldri.

Karl Ágúst Úlfsson og Ásdís Olsen mćta á Hamingjudaga

| 15. maí 2011
Karl og Ásdís á góđri stund - ljósm. Undur.is.
Karl og Ásdís á góđri stund - ljósm. Undur.is.
Hamingjudagar fá frábæra gesti í sumar því hamingjufrömuðirnir Ásdís Olsen og Karl Ágúst Úlfsson ætla að mæta á hátíðina. Ásdís býður upp á opna vinnustofu í félagsheimilinu þar sem þátttakendur geta lært aðferðir til að auka hamingju sína. Ásdís hefur í vetur stjórnað þáttunum Hamingjan Sanna á Stöð 2 og lagt stund á jákvæða sálfræði undanfarin ár, auk þess sem hún er kennari í hugrænni atferlismeðferð og núvitund frá Bangor-háskóla. Karl Ágúst Úlfsson mun stjórna samfélags-trommuhring og flæði utandyra fyrir gesti og gangandi laugardaginn 2. júlí. Karl hefur um árabil verið einn ástsælasti leikari, skáld, þýðandi og listamaður þjóðarinnar....
Meira

Keppni um Hamingjulagiđ frestađ

| 08. maí 2011
Ákveðið hefur verið að fresta keppninni um Hamingjulagið 2011 um 2-3 vikur. Fjöldi laga barst í keppnina, en skilafrestur í hana rann út 29. apríl. Nokkrir flytjendanna eiga um langan veg að fara og því var ákveðið að gefa mönnum aðeins meira svigrúm til að setja lög í lokaútgáfu og æfa raddböndin fyrir stóra kvöldið. Nánari dagsetning fyrir keppnina verður auglýst mjög fljótlega hér á vefnum og á Facebook :)

Námskeiđ í hláturjóga í Hamingjudagavikunni

| 02. maí 2011
Ásta Valdimarsdóttir
Ásta Valdimarsdóttir
Á Hamingjudögum 2011 verður sérstök áhersla lögð á að íbúar á Ströndum og nágrenni fái tækifæri til að finna og rækta innri hamingju. Hátíðin í ár verður því með örlítið breyttu sniði þar sem stefnt er að því að bjóða upp á ýmis námskeið sem tengjast sérstaklega viðfangsefni hátíðarinnar - hamingjunni einu og sönnu. 

Eitt af þeim námskeiðum sem boðið verður upp á er frábært námskeið undir stjórn Ástu Valdimarsdóttur hláturjógakennara. Ásta Valdimarsdóttir lærði hláturjóga í Noregi 2001 og hefur síðan haldið marga fyrirlestra og námskeið um fyrirbærið á Íslandi og í Noregi. Námskeiðið fer fram þriðjudaginn 28. júní, hefst kl. 19:00 og tekur þrjá tíma. Tilgangurinn með því er að efla og styrkja líkama, huga og sál. Hláturjóga er blanda af hláturæfingum og jógaöndun....
Meira

Frestur til ađ skila inn lagi rennur út á föstudag!

| 27. apríl 2011

Nú nálgast óðum skilafrestur á lagi í keppni um Hamingjulagið 2011, en hann er til miðnættis föstudaginn 29. apríl. Keppnin sjálf verður haldin kl. 20:00 sunnudagskvöldið 8. maí ef nóg berst af lögum. Lagið má ekki hafa heyrst opinberlega áður og ekki er verra að textinn fjalli að einhverju leyti um hamingjuna, Hólmavík eða Hamingjudaga. Það er þó alls ekki skilyrði.

 

Sú breyting verður gerð að þessu sinni að Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar mun sjá um skipuleggja og kosta stúdíóupptöku og útgáfu á laginu. Allar reglur varðandi keppnina má nálgast með því að smella hér.

 

Skila þarf lögum á geisladisk til Menningarmálanefndar í síðasta lagi föstudaginn 29. apríl, merkt Hamingjudagar á Hólmavík - Lagasamkeppni 2011, Höfðagata 3, 510 Hólmavík. Allar nánari upplýsingar má nálgast hjá framkvæmdastjóra hátíðarinnar, Arnari Snæberg Jónssyni, í netfanginu tomstundafulltrui@strandabyggd.is eða í síma 894-1941.

Og lögin hennar ömmu fá ađ hljóma...

| 26. apríl 2011
Söngvaskáldið Svavar Knútur er Strandamönnum að góðu kunnur, enda drengur góður innan sem utan. Hann ætlar að kíkja á okkur á fimmtudegi fyrir Hamingjudaga og halda tónleika í Hólmavíkurkirkju kl. 20:00 með lögum af nýjustu breiðskífu sinni, Amma. Platan sú inniheldur ýmis lög sem hann hefur tekið ástfóstri við í gegnum tíðina, en hún er tileinkuð ömmum tónlistarmannsins. Lögin eru flest komin til ára sinna og hafa verið sungin af eldri kynslóðum.

Svavar Knútur er einstakur tónlistarmaður sem fer létt með að syngja inn hamingju í hvert hjarta... og við hlökkum til að fá hann á Hamingjudaga 2011!

Leikhópurinn Lotta mćtir međ Mjallhvít og dvergana sjö

| 08. apríl 2011
Leikhópurinn Lotta - mynd af facebook Lottu.
Leikhópurinn Lotta - mynd af facebook Lottu.
Leikhópurinn Lotta heimsækir Hamingjudaga á Hólmavík sumarið 2011. Leikhópurinn var stofnaður árið 2006 og hefur sett upp eitt leikrit á hverju ári síðan þá, alltaf utandyra. Uppsetning þeirra í ár er byggð á ævintýrinu um Mjallhvíti og dvergana sjö sem allir ættu að þekkja. Lotta mætir á Hólmavík á laugardeginum og sýnir leikritið á Klifstúninu kl. 14:00. Eftir að leikverkinu lýkur fá allir krakkar tækifæri til að kynnast persónunum í leikritinu, knúsast aðeins í þeim og láta taka af sér myndir.

Ekki missa af Hamingjudögum helgina 1.-3. júlí í sumar!
Eldri fćrslur

Facebook

Hamingjumyndir

Vefumsjón