A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1283 - 11. desember 2018


Sveitarstjórnarfundur 1283 í Strandabyggð

Fundur nr. 1283 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn þriðjudaginn 11. desember 2018 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:09. Eftirtaldir sveitarstjórnarmenn sátu fundinn: Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir, Eiríkur Valdimarsson, Guðfinna Lára Hávarðardóttir, Ingibjörg Benediktsdóttir og Jón Gísli Jónsson. Skrifstofustjóri, Salbjörg Engilbertsdóttir, sat einnig fundinn að hluta. Fundarritari Þorgeir Pálsson.

  

Fundardagskrá er svohljóðandi:

 

  1. Fjárhagsáætlun 2019 seinni umræða
  2. Fjárhagsáætlun 2020-2022 seinni umræða
  3. Gjaldskrár 2019
  4. Samþykktir viðauka við fjárhagsáætlun 2018
  5. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 3.12.18
  6. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 6.12.18
  7. Fundargerð Fræðslunefndar frá 10.12.18
  8. Forstöðumannaskýrslur
  9. Ársreikningur Fiskmarkaðs Hólmavíkur
  10. Viðauki við fjárhagsáætlun, erindi frá Samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneyti 

Oddviti setti fundinn kl 16:09

 

Þá var gengið til dagskrár.

1.      Fjárhagsáætlun 2019-2022, fyrri umræða

Skrifstofustjóri fór yfir fjárhagsáætlun 2019-2022 og útskýrði viðeigandi gögn og áætlanalíkan fyrir árið 2019.  Fjárhagsáætlun Strandabyggðar fyrir árið 2018 lögð fram til síðari umræðu.

Rekstrarniðurstaða A – hluta sjóðs er áætluð jákvæð um kr. 6.2 milljónir. Samanlögð rekstrarniðurstaða úr A og B hluta sjóðum sveitarfélagsins er áætluð jákvæð um kr. 10,9 milljónir.

Haldið verður áfram í verkefninu Ísland ljóstengt og unnið að því að  ljósleiðaravæða í dreifbýli  á Langadalsströnd yfir í Djúpi. Áfram er unnið að undirbúningi vegna hitaveitu á Hólmavík. Sett verður niður nýtt stálþil í höfnina og unnið áfram að gatnaframkvæmdum innanbæjar á Hólmavík.  Byggja á nýja fjárrétt í Staðardal, unnið verður áfram að viðhaldi á skólahúsnæðum, endurbætur í íþróttamiðstöð og í félagsheimili auk þess sem fjármunir verða settir í hönnun á lóð leikskóla og á opnum svæðum.  Komið verður upp eftirlitsmyndavélum við höfn og í Íþróttamiðstöð og unnið verður að endurbótum á geymslu sveitarfélagsins í Skeljavík.  Gert er ráð fyrir byggingu dælustöðvar hjá Vatnsveitu og umhverfisátaki.

 

Áætlaðar fjárfestingar vegna framkvæmda árið 2019 hljóða upp á 68,5 milljónir.

Lántaka: Áætlað er að fjármagna þessar framkvæmdir með láni upp á kr. 40 milljónir í aðalsjóði, 8 milljónum í Vatnsveitu og 7 milljónum á Hólmavíkurhöfn. Takist sala eigna koma þær tekjur til lækkunar á lántöku.

 

Útsvarshlutfall 2019: Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að útsvarshlutfall í Strandabyggð árið 2018 verði 14,52%.

 

Sveitarstjórn boðar til gagngerðrar endurskoðunar á rekstri sveitarfélagsins á næstu misserum. Sú vinna fellst meðal annars í því að sviðsstjórar ásamt forstöðumönnum munu vinna að hagræðingu í starfsemi sveitarfélagsins en sú vinna er nú þegar hafin. Einnig óskar sveitarstjórn eftir því að þeir sveitarstjórnarmenn sem sitja í stjórnum á vegum sveitarfélagsins, stuðli að aðhaldi og hagræðingu í rekstri.   


Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Strandabyggðar fyrir árið 2019 er samþykkt samhljóða.

2.      Fjárhagsáætlun 2020-2022 seinni umræða

 

Þriggja ára fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2020 – 2022 er lögð fram, rædd og samþykkt samhljóða.

3.      Gjaldskrár 2019


Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu í Strandabyggð hækki um 8,0%. Aðrar gjaldskrár í sveitarfélaginu sem ekki eru tengdar vísitölu hækka um 3,5%.

Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir óbreytta fasteignaálagningu. A-gjald í Strandabyggð verður 0,5% af fasteignamati, B-gjald verður 1,32% af fasteignamati og C-gjald verður 1,51% af fasteignamati. Holræsagjald verður 0,25% af fasteignamati og vatnsskattur 0,3% af fasteignamati. Lóðarleiga verður 2,5% af fasteignamati lóðar.

 

Reglur um afslátt á fasteignaskatti til eldri borgara og öryrkja eru óbreyttar frá 2018.

 

Sveitarstjórn samþykkir skatthlutfall fasteignaálagningar og afslátt frá því.

4.       Samþykktir viðauka við fjárhagsáætlun 2018

 

a)      Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 til lækkunar á kostnaði við viðhald félagsheimili  úr 2,4 milljónum í 1,4 milljónir.  Færist á sveitarsjóð.

b)       Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 til lækkunar viðhalds á Íþróttamiðstöð úr 7,2 milljónum í 4,9 milljónir og til hækkunar vegna kaupa iðntölvu og kerfisuppsetningu og kaupum á hlaupabretti í Íþróttamiðstöð kr. 1,7 milljónum í 5 milljónir.  Hækkun um kr. 1 milljón í heild á Íþróttamiðstöð, sem er  greitt úr sveitarsjóði.

c)        Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 til lækkunar á kostnaði við yfirlögn á götum og hönnunar þar sem ekki var hægt að fá verkið unnið. Lækkun úr 10 milljónum í 0. Færist á sveitarsjóð.

d)       Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 til lækkunar á kostnaði við hönnun á opnum svæðum, tjaldsvæði  og á útisvæði leikskóla. Lækkun úr kr. 4,5 milljónum í kr. 500 þúsund. Færist á sveitarsjóð.

e)      Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 til hækkunar á launakostnaði í grunnskóla vegna aukins starfsmannafjölda og vanáætlunar úr kr. 111.250.000 í 123.850.000.

f)       Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2018 vegna sölu á Austurtúni 8 á kr. 15 milljónir sem fara til niðurgreiðslu áhvílandi láns.

 

Sveitarstjórn samþykkir viðauka við fjárhagsáætlun 2018.

 
5.     Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 3.12.18

Þorgeir Pálsson víkur af fundi við umræðu fundargerðarinnar og Ingibjörg Benediktsdóttir tekur við að rita fundargerð.

 

Varðandi lið 4 vill sveitarstjórn ítreka að lokaúttekt vegna breytinga á húsnæðinu þarf að hafa farið fram áður en að starfsemi hefst. Starfsleyfi þarf einnig að liggja fyrir.

 

Fundargerð lögð fram til samþykktar

Samþykkt samhljóða

 

Þorgeir Pálsson kemur aftur til fundar og tekur við að rita fundargerð.

 
6.     Fundargerð Tómstunda-íþrótta og menningarnefndar frá 6.12.18

Formaður nefndarinnar rakti verkefni sviðsins og umræðu fundarins. Sérstaklega var rætt um málefni íþróttamiðstöðvar og samfellds skóla barns. Rætt um tengingar TÍM nefndar við ungmennaráð og önnur svið sveitarfélagsins. Rætt um útnefningu  íþróttamanns ársins, en frestur til að skila inn tilnefningum er til 2. janúar.  Einnig var rætt um hvatningarverðlun til einstaklinga eldri en 12 ára, sem verða veitt íþróttahátíð grunnskólans.

 

Fundargerð lögð fram til samþykktar

Samþykkt samhljóða. 

 

7.      Fundargerð Fræðslunefndar frá 10.12.18

Formaður nefndarinnar ræddi fundargerðina og nefndi m.a. að almenn ánægja er meðal nemenda með breytingar er varða matartíma sem nú er aftur á Riis.  Nefndin telur mikilvægt að geta breytt ríkjandi fyrirkomulagi, ef það er talið þjóna hag nemenda.  Rætt um framkvæmdir við grunnskóla og leikskóla og áherslur næsta árs.  Formaður sagði frá leiðbeiningum frá Sambandi sveitarfélaga varðandi nýja persónuverndarlöggjöf, en grunnvinna í þá veru er hafin.

 

Fundargerð lögð fram til samþykktar

Samþykkt samhljóða

 

8.      Forstöðumannaskýrslur

Sveitarstjóri upplýsti um þær áherslur sem nú væru settar varðandi forstöðumannaskýrslur og forstöðumannafundi.  Markmiðið er að skerpa verkbókhald og kostnaðarvitund starfsmanna sveitarfélagsins og tryggja að starfsemi einstakra deilda/sviða sé í takt við fjárhagsáætlun.

 
9.      Ársreikningur Fiskmarkaðs Hólmavíkur

 

Lagt fram til kynningar.


10.     Viðauki við fjárhagsáætlun, erindi frá Samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneyti

 

Lagðar fram til kynningar, leiðbeiningar frá Samgöngu-og sveitarstjórnarráðuneyti um gerð viðauka.

 

Fundargerð lesin yfir, og ekki fleira tekið fyrir.  Fundi slitið kl. 17.31.

 

Aðalbjörg S. Sigurvaldadóttir

Eiríkur Valdimarsson

Guðfinna Lára Hávarðardóttir

Ingibjörg Benediktsdóttir

Jón Gísli Jónsson.

 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón