A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sveitarstjórn Strandabyggðar 1229 - 1. desember 2014

Fundur nr.  1229 í sveitarstjórn Strandabyggðar var haldinn mánudaginn 1. desember 2014 í Hnyðju, Höfðagötu 3. Fundurinn hófst kl. 16:00. Jón Gísli Jónsson bauð fundarmenn velkomna og setti fundinn. Einnig sátu fundinn Haraldur V. A. Jónsson, Viðar Guðmundsson, Ingibjörg Emilsdóttir og Ingibjörg Benediktsdóttir. Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri ritaði fundargerð. 

 

Jón Gísli leitar afbrigða við boðaða dagskrá og leggur til að afgreiðslu á dagskrárlið 6 verði færð aftur fyrir lið 13.

 

Fundardagskrá er þá svohljóðandi:

 

  1. Fjárhagsáætlanir Strandabyggðar
    a) Fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 – síðari umræða
    b) Fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 til 2018 – síðari umræða
  2. Útsvarshlutfall og gjaldskrárbreytingar í Strandabyggð
    a) Ákvörðun um útsvarshlutfall ársins 2015
    b) Breytingar á gjaldskrám vegna ársins 2015
  3. Erindi frá Geislanum, ósk um endurnýjun á styrktar- og samstarfssamningi, dagsett 29/09/2014
  4. Erindi frá Leikfélagi Hólmavíkur, ósk um endurnýjun á styrktar- og samstarfsamningi, dagsett 16/11/2014
  5. Erindi frá Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hólmavík, ósk um fjárstyrk til sveitarsinnar fyrir árið 2015, dagsett 22/11/2014
  6. Erindi frá Sauðfjársetri á Ströndum, ósk um endurnýjun á styrktarsamningi, dagsett 3/11/2014
  7. Byggðasafn Húnaþings og Stranda, ný stofnskrá og þjónustusamningur, 23/10/2014
  8. Ósk um námsvist utan lögheimilissveitarfélags 24/11/2014
  9. Erindi frá Golfklúbbi Hólmavíkur, ósk um styrktarsamning, dagsett 25/11/2014
  10. Breyting á reglum um útleigu á skólabíl Strandabyggðar
  11. Fundargerð Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar frá 29/10/2014
  12. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 12/11/2014
  13. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 23/10/2014
  14. Erindi frá félagsmálastjóra - trúnaðarmál, dagsett 16/9/2014

  

Þá var gengið til dagskrár.

 

  1. Fjárhagsáætlanir Strandabyggðar

    a) Fjárhagsáætlun fyrir árið 2015 – síðari umræða

    Rekstrarniðurstaða A – hluta sjóðs er áætluð jákvæð um kr. 15.548.000,-
    Samanlögð rekstrarniðurstaða úr A og B hluta sjóðum sveitarfélagsins er áætluð jákvæð um kr. 20.375.000,-

    Afskriftarprósenta vegna fasteigna verður 1,5%.

    Áætlaðar fjárfestingar vegna framkvæmda árið 2015 hljóða upp á 101.130.000,- Helstu verkefni eru gatnaframkvæmdir, viðbygging leikskóla og viðhald skólahúsnæðis. Áætlað er að fjármagna þessar framkvæmdir með láni upp á kr. 80.000.000,- andvirði af sölu jarðarinnar Nauteyri kr. 30.000.00,- og sölu annarra eigna fyrir kr. 10.000.000,-

    Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Strandabyggðar fyrir árið 2015 er samþykkt samhljóða.

    b) Fjárhagsáætlun fyrir árið 2016 til 2018 – síðari umræða

    Þriggja ára áætlun Strandabyggðar fyrir árið 2016 – 2018 lögð fram, rædd og samþykkt samhljóða.

  2. Útsvarshlutfall og gjaldskrárbreytingar í Strandabyggð

    a) Ákvörðun um útsvarshlutfall ársins 2015
    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að útsvarsprósenta Strandabyggðar verði 14,52% árið 2015

    b) Breytingar á gjaldskrám vegna ársins 2015
    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að jafnaði 3,5% hækkun á öllum gjaldskrám sveitarfélagsins sem ekki eru tengdar vísitölu, til að mæta verðlagsþróun.

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir 8% hækkun á sorphirðugjaldi.

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir óbreytta fasteignaálagningu. A-gjald í Strandabyggð verður 0,5% af fasteignamati, B-gjald verður 1,32% af fasteignamati og C-gjald verður 1,51% af fasteignamati. Holræsagjald verður 0,25% af fasteignamati og vatnsskattur 0,3% af fasteignamati. Lóðarleiga verður 2,5% af fasteignamati lóðar.

    Breytingar á gjaldskrám taka gildi 1. janúar 2015.

  3. Erindi frá Geislanum, ósk um endurnýjun á styrktar- og samstarfssamningi, dagsett 29/09/2014

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að fela sveitarstjóra að endurnýja styrktar- og samstarfssamning við Geislann innan ramma og í samræmi við nýsamþykkta fjárhagsáætlun fyrir árið 2015. Samningur verður  síðan lagður fyrir sveitarstjórn til samþykktar.

  4. Erindi frá Leikfélagi Hólmavíkur, ósk um endurnýjun á styrktar- og samstarfsamningi, dagsett 16/11/2014

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að fela sveitarstjóra að endurnýja styrktar- og samstarfssamning við Leikfélag Hólmavíkur innan ramma og í samræmi við nýsamþykkta fjárhagsáætlun fyrir árið 2015. Samningur verður  síðan lagður fyrir sveitarstjórn til samþykktar.

  5. Erindi frá Björgunarsveitinni Dagrenningu á Hólmavík, ósk um fjárstyrk til sveitarsinnar fyrir árið 2015, dagsett 22/11/2014

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að fela sveitarstjóra að gera styrktar- og samstarfssamning við Björgunarsveitina Dagrenningu á Hólmavík innan ramma og í samræmi við nýsamþykkta fjárhagsáætlun fyrir árið 2015. Samningur verður  síðan lagður fyrir sveitarstjórn til samþykktar.

  6. Erindi frá Sauðfjársetri á Ströndum, ósk um endurnýjun á styrktarsamningi, dagsett 3/11/2014

    Dagsrkárliður 6 er afgreiddur eftir dagskrárlið 13. Jón Gísli Jónsson og Haraldur V. A. Jónsson lýsa sig vanhæfa og víkja af fundi.

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að fela sveitarstjóra að endurnýja styrktarsamning við Sauðfjársetur á Ströndum innan ramma og í samræmi við nýsamþykkta fjárhagsáætlun fyrir árið 2015. Samningur verður  síðan lagður fyrir sveitarstjórn til samþykktar.
  7. Byggðasafn Húnaþings og Stranda, ný stofnskrá og þjónustusamningur, 23/10/2014

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir nýja stofnskrá Byggðasafns Húnaþings og Stranda og felur sveitarstjóra að undirrita hana fyrir hönd sveitarfélagsins.

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir framlagðan þjónustusamning vegna Byggðasafns Húnaþings og Stranda og felur sveitarstjóra að undirrita hann fyrir hönd sveitarfélagsins.

  8. Ósk um námsvist utan lögheimilissveitarfélags 24/11/2014

    Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi umsókn.

  9. Erindi frá Golfklúbbi Hólmavíkur, ósk um styrktarsamning, dagsett 25/11/2014

    Sveitarstjórn Strandabyggðar samþykkir að fela sveitarstjóra að gera styrktar- og samstarfssamning við Golfklúbb Hólmavíkur innan ramma og í samræmi við nýsamþykkta fjárhagsáætlun fyrir árið 2015. Samningur verður  síðan lagður fyrir sveitarstjórn til samþykktar.

  10. Breyting á reglum um útleigu á skólabíl Strandabyggðar

    Sveitarstjórn samþykkir framlagðar reglur með áorðnum breytingum.

  11. Fundargerð Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar frá 29/10/2014

    Fundargerð Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar lögð fram til samþykktar. Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða.

  12. Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar frá 12/11/2014

    Fundargerð Umhverfis- og skipulagsnefndar lög fram til samþykktar.

    Varðandi lið 1 þá samþykkir sveitarstjórn að deiliskipulag íþrótta- og þjónustusvæðið við Jakobínutún.

    Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða.

  13. Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar frá 23/10/2014

    Fundargerð Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefndar lögð fram til samþykktar. Sveitarstjórn samþykkir fundargerðina samhljóða.

  14. Erindi frá félagsmálastjóra - trúnaðarmál, dagsett 16/9/2014

    Erindi fært í trúnaðarbók.

    Jón Gísli og Haraldur V. A. taka sæti sín á ný og Jóhann og Sigríður víkja af fundi.

 

Fundargerð yfirfarin og undirrituð og fundi slitið kl. 18:56

 

Jón Gísli Jónsson

Haraldur V. A. Jónsson                          

Ingibjörg Benediktsdóttir

Ingibjörg Emilsdóttir

Viðar Guðmundsson

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón