A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfis- og skipulagsnefnd - 12. nóvember 2014

Fundur var haldinn í Umhverfis- og skipulagsnefnd Strandabyggðar  miðvikudaginn 12. nóvember  2014,  kl. 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins.

Fundinn sátu:  Jón Gísli Jónsson formaður, Hafdís Sturlaugsdóttir, Már Ólafsson,  Jóhann Björn Arngrímsson, Einar Indriðason slökkviliðsstjóri og Gísli Gunnlaugsson byggingarfulltrúi sem ritaði fundargerð.

 

 

Á dagskrá fundarins var eftirfarandi:

 

 

1.         Deiliskipulag við Jakobínutún.

Athugasemdafrestur vegna tillögu að deiliskipulagi íþrótta- og þjónustusvæðis við Jakobínutún rann út 4. nóvember s.l.   Svarbréf barst frá Vegagerðinni þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við skipulagið né fyrirhugað hringtorg.  Aðrar ábendingar eða athugasemdir bárust ekki.

 

Vegagerðin gerir ekki athugasemdir við deiliskipulagstillöguna eins og hún er kynnt.  Ennfremur er Vegagerðin sátt við útfærslu á hringtorgi en bendir á að þjóðvegurinn, (Hólmavíkurvegur nr. 67), endar við hringtorgið og mun Vegagerðin því eiga fjórðungshlut í því.  Hins vegar bendir Vegagerðin á að hún mun ekki samþykkja tengingu svæðisins við þjóðveginn á þessum stað nema hringtorg verði þar til staðar.

 

Umhverfis- og skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulag íþrótta- og þjónustusvæðis við Jakobínutún verði samþykkt. 

 

 

2.         Höfðatún 4.

Erindi frá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar þar sem óskað er eftir leyfi til breytinga á húsnæði félagsins að Höfðatúni 4.  Breytingarnar fela í sér nýjan inngang og glugga á framhlið hússins auk breytinga innanhúss.

 

Erindið samþykkt.

 

3.         Strandakúnst.

Handverksfélagið Strandakúnst sækir um framlengingu á stöðuleyfi fyrir handverksbúðina sem staðsett er við Höfðagötu, gengt Galdrasafni.

 

Jón Gísli Jónsson víkur af fundi við afgreiðslu þessa dagskrárliðar.

Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs. 

 

 

 

4.         Melgraseyri.

Umsókn frá Snævari Guðmundssyni um stofnun nýrrar lóðar Melgraseyri 2 í landi jarðarinnar Melgraseyri.

 

Erindið samþykkt.

                       

5.         Önnur mál.

a) Fundargerð Ungmennaráðs.

Lögð fram fundargerð Ungmennaráðs frá 27. Október 2014.

 

Fundagerðin kynnt, verður tekin fyrir á næsta fundi nefndarinnar.

 

b) Hafnargata 6.

Lögð hafa verið fram drög að teikningum sem sýna þær breytingar sem gerðar verða á húsin.  Fullnaðar teikningar eru væntanlegar fljótlega.

 

c)  Viðhald vega.

Nefndin beinir því til sveitarstjórnar að hvetja Vegagerðina til að lagfæra ástand malarvega í sveitarfélaginu sem allra fyrst.  

 

 

 

 

 

 

 

Jón Gísli Jónsson

Hafdís Sturlaugsdóttir

Már Ólafsson

Jóhann Björn Arngrímsson

Einar Indriðason

Gísli Gunnlaugsson

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón