A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Landbúnađar- og dreifbýlisnefnd - 28. sept. 2010

Fundur var haldinn í landbúnaðarnefnd Strandabyggðar þriðjudaginn 28. September klukkan 17:00 á skrifstofu sveitarfélagsins. Jón Stefánsson formaður setti fundinn bauð fundarmenn velkomna en aðrir fundarmenn voru Marta Sigvaldadóttir, Dagrún Magnúsdóttir og Magnús Sveinsson. Einnig sat fundinn Jón Gísli sem tók að sér að rita fundargerð.

 

1. Leitartilhögun í Hvannadal

2. Varnir gegn lungnapest í sauðfé

3. Önnur mál


1. Leitartilhögun í Hvannadal.

Lagt er til að leitað verði annað hvort laugardaginn 8. eða 15 október 2010. Landbúnaðarnefnd tekur að sér að skipuleggja. Talað verður við björgunarsveitina Dagrenningu á Hólmavík og hún fengin til að leita, áætlaður fjöldi leitarmanna væri 5 menn. Lagt er til að Strandabyggð greiði björgunarsveitinni fyrir verkið. Formanni nefndarinnar Jóni Stefánssyni var falið að tala við björgunarsveitina og fá svör um hvort hún geti tekið að sér verkið og hvað það komið til með að kosta.

 

2. Varnir gegn lungnapest í sauðfé.

Nefndin lagði fram eftirfarandi tillögu til sveitarstjórnar sem var samþykkt samhljóða eftir nokkrar umræður.


„Fráfarandi sveitarstjórn samþykkti á fundi að vera jákvæð varðandi kostnað vegna lungnapestarsprautum á fé í Strandabyggð, Spurning til sitjandi sveitarstjórnar er hvort hún sé sama sinnis og hvort hún muni taka þátt í kostnaði? Það eru miklar líkur á að það verði hafist handa nú í haust við að bólusetja féð. Það er bent á að sala líflamba úr Strandabyggð er umfangsmikil og er það krafa landbúnaðarnefndar og dreifbýlisnefndar að sveitastjórn styðji við bændur í þessu máli."

Jóni Stefánssyni var falið að athuga með kostnað og koma upplýsingum til oddvita. Einnig var honum falið að kanna hvort hægt væri að fá dýralækni til að mæta á fund með bændum og upplýsa þá um lungnapestina og varnir gegn henni.

 

3. Önnur mál.

Jón Stefánsson formaður vill árétta að sveitarstjórn á eftir að skipa búfjáreftirlitsmann og vill að nefndin fari fram á að skipað verði í þessa nefnd hið fyrsta. Ekki voru fleiri mál tekin fyrir. Fundargerðin var lesin upp og hún samþykkt samhljóða. Fundi slitið klukkan 18:24.

 

Jón Stefánsson (sign)                                                  Marta Sigvaldadóttir (sign)

Magnús Sveinsson (sign)                                            Jón Gísli Jónsson (sign)

Dagrún Magnúsdóttir (sign)

ATH: Fundargerðin var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar 5. okt. 2010.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón