A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Landbúnaðar- og dreifbýlisnefnd - 13. ágúst 2010

Fundur var haldinn Landbúnaðar- og dreifbýlisnefnd Strandabyggðar föstudaginn 13. ágúst 2010 kl. 17:00 á skrifstofu Strandabyggðar. Jón Gísli Jónsson oddviti setti fundinn og ritaði fundargerð, en aðrir fundarmenn voru Jón Stefánsson, Marta Sigvaldadóttir, Magnús Sveinsson, Viðar Guðmundsson og Dagrún Magnúsdóttir.

 

Eftirfarandi dagskrá lá fyrir fundinum:

 

1. Kosning formanns, varaformanns og ritara nefndarinnar.

2. Umræða um starfsemi nefndarinnar.

3. Fjallskilaseðill haustið 2010.

4. Önnur mál.

 

Þá var gengið til dagskrár:

 

1. Kosning formanns, varaformanns og ritara nefndarinnar.

Lagt var til að Jón Stefánsson yrði formaður og Viðar Guðmundsson varaformaður og var það samþykkt samhljóða. Nefndin fer fram á það að sveitarstjóri sitji fundi nefndarinnar og riti fundargerðir.

 

2. Umræða um starfsemi nefndarinnar.

Fundarmenn voru sammála um að starf nefndarinnar snúist um öll þau mál sem snúa að sveitunum, svo sem snjómokstur í dreifbýli, sorpmál, skólaakstur, girðingarmál, réttir, 3 fasa rafmagn, fjarskiptamál, vegamál o.fl.

 

Rætt var um skort á viðhaldi á réttum í sveitarfélaginu og að það vantaði rétt í Kollafjörð og Bitru.

 

3. Fjallskilaseðill haustið 2010.

Farið var yfir Fjallskilaseðil frá árinu 2009 og gerðar á honum breytingar á dagsetningum og fleiru. Rætt var um leitir á eyðijörðum og fjallskilasamþykktir og hvernig leitir geti farið fram á þeim svæðum þar sem margar jarðir eru í eyði. Lagt var til að Jón Stefánsson hafi samband við Reykhólahrepp vegna samvinnu um leitarsvæði í Langadal og komi með upplýsingar á næsta fund.

 

Jóni Stefánssyni formanni var falið að hafa samband við þá aðila sem nefndin vildi gera breytingar hjá eða aðstæður hafa breyst hjá.

 

4. Önnur mál.

Nefndin leggur til við sveitarstjórn að öllum börnum á leik- og grunnskólastigi verði tryggt far með skólabíl úr og í skóla. Hugmynd kom fram um að leigja rútu sem rúmar öll börnin á leiðinni sunnan Hólmavíkur.

 

Nefndin leggur mikla áherslu á að snjómokstur í Strandabyggð verði með þeim hætti að tryggt verði að skólaakstur geti farið fram með eðlilegum hætti og þær leiðir sem skólaakstur fer fram á gangi fyrir öðrum leiðum.

 

Ekki voru tekin fyrir fleiri mál. Samþykkt að halda fund aftur miðvikudaginn 18. ágúst kl. 17:00.

 

Fundargerð lesin upp og hún samþykkt. Fundi slitið kl. 19:00.
 
ATH: Fundargerðin var tekin til afgreiðslu á fundi sveitarstjórnar 17. ágúst 2010

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón