A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Vel heppnađur fundur um málefni eldri borgara

| 20. september 2011
Frá fundi um málefni eldri borgara - ljósm. IV
Frá fundi um málefni eldri borgara - ljósm. IV
« 1 af 3 »
Það var fjölmennt og afar góðmennt í Félagsheimilinu á Hólmavík í gær, en þá fór fram fundur um málefni eldri borgara í Strandabyggð. Tæplega þrjátíu manns mættu á fundinn, en öllum einstaklingum 67 ára og eldri í Strandabyggð var boðið að mæta. Gestir fundarins tóku þátt í hópvinnu og skráðu niður hvað væri gott hjá sveitarfélagini í málefnum eldri borgara, hvað mætti bæta og hvers væri óskað til viðbótar við þá þjónustu sem nú þegar er í boði. Margar góðar hugmyndir og nytsamlegar ábendingar rötuðu á blað.  

Meðal þess sem kom fram á fundinum voru t.d. óskir um leikfimi, sundleikfimi, spilamennsku, aukið tómstundastarf fyrir karlmenn, stærri aðstöðu fyrir félagsstarfið, fleiri bekki á gönguleiðum, betra aðgengi frá Heilbrigðisstofnuninni á Hólmavík og sjúkraþjálfara. Meðal þess sem fundargestir voru sáttir við var frír aðgangur í sund, þjónusta frá sveitarfélaginu, félagsstarf í félagsheimilinu svo fátt eitt sé nefnt. Að hópvinnu lokinni var félagsleg heimaþjónusta kynnt og fólk hvatt til að nýta sér þjónustu félagsmálastjóra.  

Fundurinn var afar gagnlegur og án efa verða þær upplýsingar og ábendingar sem fram komu í hópvinnunni nýttar til áframhaldandi jákvæðrar uppbyggingar fyrir hinn öfluga og kraftmikla hóp sem aldraðir í Strandabyggð skipa.
 
 

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón