A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfisdagur laugardaginn 19. maí!

| 18. maí 2012
Starfsmenn Áhaldahúss Strandabyggđar á fullri ferđ á umhverfisdegi 2011
Starfsmenn Áhaldahúss Strandabyggđar á fullri ferđ á umhverfisdegi 2011
Á morgun, laugardaginn 19. maí, verður haldinn Umhverfisdagur á Hólmavík. Þá er kjörið tækifæri fyrir íbúa kauptúnsins til að kíkja út í góða veðrið (sólin mun skína samkvæmt spánni), hreinsa til í kringum húsin sín og á opnum svæðum í hverfum sínum. Starfsmenn Áhaldahúss Strandabyggðar munu fara um bæinn og taka rusl á eftirfarandi tímum:

- 14:00 Bláa hverfið
- 15:00 Appelsínugula hverfið
- 16:00 Rauða hverfið

Íbúar á Hólmavík eru hvattir til að gera sér glaðan dag við hreinsun, fegrun og tiltekt og sjá til þess að bærinn verði skínandi hreinn og fínn!

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón