A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfisdagur í rauđa, bláa og appelsínugula hverfinu

| 24. júní 2011
Starfsmenn Áhaldahúss Strandabyggđar taka rusl úr hverfum laugardaginn 25. júní 2011. Mynd IV.
Starfsmenn Áhaldahúss Strandabyggđar taka rusl úr hverfum laugardaginn 25. júní 2011. Mynd IV.

Umhverfisdagur er haldinn á Hólmavík laugardaginn 25. júní 2011. Íbúar eru hvattir til að hreinsa til í kringum húsin sín og á opnum svæðum í hverfum sínum. Sorpsamlag Strandasýslu verður með opið milli kl. 14:00 - 17:00, auk þess sem starfsmenn Áhaldahúss munu fara um bæinn og taka rusl á eftirfarandi tímum og eru íbúar hvattir til að aðstoða við að setja á bílpallinn eftir þörfum:

- 14:00 Bláa hverfið.
- 15:00 Appelsínugula hverfið
- 16:00 Rauða hverfið 

Fjórum reitum hefur verið úthlutað á geymslusvæði
Sveitarfélagið Strandabyggð minnir á nýtt gámasvæði í Skothúsvík og nýtt geymslusvæði í landi Víðidalsár sem er ný þjónusta við alla þá sem eiga gáma eða vantar geymslu undir tæki og tól og aðra geymslumuni. Þegar hefur verið úthlutað 4 reitum á geymslusvæðinu. Fyrstir koma fyrstir fá á hér við um val á reitum. Eru allir þeir sem vilja nýta sér þessa þjónustu beðnir um að hafa samband við Áhaldahús Strandabyggðar strax eftir helgi.

Eftir 8. júlí 2011 verður hafist handa við að hreinsa lausamuni af lóðum og landi í eigu sveitarfélagsins Strandabyggðar sem ekki er í útleigu. Eru allir sem eiga muni á opnum svæðum hvattir til að fjarlægja þá fyrir 8. júlí 2011. Eigendur bílhræja og númerslausra bíla eru hvattir til að gera slíkt hið sama en undanfarna daga hafa tvö bílhræ verið fjarlægð af eigendum þeirra sem er til fyrirmyndar.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón