A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfisátak í Strandabyggð

| 14. maí 2020

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Eins og þið vitið, hefur verið unnið að umhverfisátaki í Strandabyggð frá því haustið 2018.  Mjög góður árangur náðist í fyrra og er þar fyrst og fremst að þakka góðri samvinnu við íbúa.  Tugir bíla voru fjarlægðir auk þess sem Sorpsamlagið tók við miklu magni af drasli til förgunar.

Sveitarstjórn samþykkti síðan gerð bílastæðis á Skeiði sem er ætlað stærri vinnuvélum og farartækjum, sem eru í gangfæru og löglegu ástandi.  Verður þetta bílastæði tekið í notkun á næstunni og kynnt sérstaklega þegar þar að kemur.

Framundan er heimsókn Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða í byrjun júní og eins og staðan er í dag, má búast við að einhverjir númerslausir bílar fái límmiða.  Þeir sem þekkja ferlið, vita að frá því límmiði er settur á bíl, hefur eigandinn tvær vikur til að fjarlægja bílinn eða hafa samband við sveitarfélagið og ræða aðrar lausnir. 

Ég hvet alla sem eru í þeirri stöðu að eiga númerslausar bifreiðar að gera ráðstafanir og/eða hafa samband við okkur, þannig að við getum farið yfir stöðuna.  Samvinna í þessu sem og öðru, er lykillinn að árangri.

Kveðja

Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri Strandabyggðar

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón