A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfisátak í Strandabyggđ - bílastćđi á Skeiđi

| 17. júní 2020
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Sveitarstjórn Strandabyggðar hefur samþykkt gerð bílastæðis á Skeiði, sem ætlað er löglega skráðum og gangfærum vinnuvélum, flutningabílum, fólksflutningabifreiðum og öðrum atvinnutækjum íbúa.  Þetta er liður í umhverfisátaki Strandabyggðar sem hófst haustið 2018 og er í fullum gangi.  Nú er komið að því að skapa rekstraraðilum og eigendum þessara farartækja, viðunandi aðstöðu og fegra um leið ásýnd bæjarins.  Eftirfarandi reglur hafa verið samþykktar:


Bílastæði við Skeiði

Reglur

 

Úthlutun

 • Áhaldahús Strandabyggðar sér um úthlutun á Bílastæði við Skeiði, lóðir 10 og 12.
 • Skrifa skal undir samning um úthlutun stæðis.

 

Stæðið er ætlað fyrir

Eigendur gangfærra og skoðaðra vinnuvéla og stærri bifreiða, eiga rétt á að nýta stæðið.  Með vinnuvélum og stærri bifreiðum er átt við:

 • Vörubíla
 • Steypubíla
 • Fólksflutningabíla
 • Almenn vinnutæki; gröfur, moksturstæki o.frv.

 

Forsendur leigu / nýtingar stæðis

Eftirfarandi forsendur og skilyrði þarf að uppfylla svo eigandi vinnuvélar eða bifreiðar hafi heimild til að nýta bílastæðið:

 • Vinnuvél eða ökutæki þarf að vera á númerum og með gilda skoðun.
 • Viðkomandi tæki þarf að vera í ökuhæfu ástandi.

Uppfylli tækið ekki fyrrtöldum skilyrðum er eigendum vísað á geymslusvæði Strandabyggðar við Hnitbjörg.

 

Tímarammi leyfis

Nýting á stæði er til eins árs í senn.  Endurnýja þarf leyfi til að nýta stæðið í janúar ár hvert.  Aðeins þeir sem hafa gilt leyfi, geta nýtt stæðið. Hvert tæki (bifreið, almenn vinnutæki) fær 1 ár gjaldfrjálst og gildir frá undirskrift samnings, eftir ár er tekið gjald fyrir tækið.

 

Vanefndir á samning

Verði vanefndir á samningi þessum, er sveitarfélaginu heimilt að láta fjarlægja vinnutæki eða bifreið á kostnað eiganda, að undangenginni sáttatilraun.

 

Umgengni

 • Snyrtileg umgengni er áskilin.
 • Eftirlitsaðilar á vegum sveitarfélagsins Strandabyggðar geta vísað viðskiptavinum út af bílastæðinu sé reglum ekki fullnægt.
 • Óskráð tæki eru bönnuð á svæðinu.

 

Báðir aðilar geta samt upp samning sem undirritaður er með 30 daga fyrirvara.

Bílastæðið er nú tilbúið og það er von okkar að þeir sem hér eiga hlut að máli, taki þessari auknu þjónustu vel og færi farartæki sín á bílastæðið á næstu dögum.  Haft verður samband við eigendur þessara farartækja á næstu dögum.

Þorgeir Pálsson
Sveitarstjóri Strandabyggðar

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón