A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfisátak í Strandabyggđ

Ţorgeir Pálsson | 26. apríl 2019
Sæl öll,

Eins og sagt hefur verið frá áður verður farið af stað með umhverfisátak í Strandabyggð á þessu kjörtímabili og er það í raun þegar hafið.  Í dag komu fulltrúar Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða og settu límmiða á bíla og aðra muni, sem ekki standast kröfur og samþykktir um umhverfismál á almannafæri. Nú gefst eigndum þessara muna tími næstu 14 daga til að fjarlægja þá eða ræða við sveitarfélagið um aðra lausn í málinu.  Við hvetjum ykkur sem hlut eiga að máli því til að hafa samband svo við getum í sameiningu fegrað bæinn okkar og gert umhverfið vistvænna.

Í næstu viku er svo stefnt að fundi með rekstraraðilum á Skeiðinu, þar sem næstu skref þar verða rædd.  

Það er öllum ljóst að þetta er mikið átaksverkefni og verður ekki unnið nema í samstarfi við þá sem hlut eiga að máli.  Við óskum því eftir góðri samvinnu um þetta mikilvæga verkefni.

Kveðja
Þorgeir Pálsson

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« Ágúst 2020 »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón