A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Umhverfisátak - bílar fjarlćgđir

| 08. ágúst 2019
Sæl öll,

Nú fer allt að snúast aftur sinn eðlilega gang eftir sumarfrí og verkefni fara af stað aftur.  Eitt af þeim er umhverfisátakið.  Þar er margt framundan, og eitt af því er að fjarlægja bíla úr þorpinu sem merktir voru af Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða í vor.  Við byrjum að fjarlægja bíla í næstu viku og komum þeim fyrir í vaktaðri geymslu á vegum sveitarfélagsins.  Þar geta þeir verið í 4-8 vikur og á þeim tíma þurfa eigendur að hafa samband og ræða með hvaða hætti þeir taka þá eða farga þeim.  Ef ekkert gerist á þessum tíma, verður þeim fargað á kostnað eigenda.

Unnið er að þessu í fullu samræmi við reglugerð nr. 737/2003, 16. gr. og reglugerð nr. 941/2002, 21.gr. um merkingar og tilkynningar númerlausra bíla.  Hér má sjá það ferli sem stuðst er við af hálfu Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða:

"Vinnuferli Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða

Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða fylgir ákvæðinu eftir með eftirfarandi hætti:

  1. Aðvörunarmiði er límdur á viðkomandi bifreið og mynd tekin til staðfestingar. Tegund, litur og staðsetning er skráð og geymt í tvö ár
  2. Að jafnaði er veittur fjórtán daga frestur til þess að fjarlægja bifreiðina en hægt er að fá aukin frest hafi eigandi samband við Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða
  3. Hirði eigandi/forráðamaður ekki um ofangreinda aðvörun innan gefins frests sendir Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða sveitarfélaginu lista yfir þá bíla sem fjarlægja á. Bæjarfélagið tekur bílana í sína vörslu
  4. Eftir að bifreið er fjarlægð er hún geymd í átta vikur og getur eigandi leyst hana út með greiðslu áfallins kostnaðar. Ef bifreiðar er ekki vitjað innan átta vikna er henni fargað
  5. Eigandi bifreiðarinnar skal greiða þann kostnað sem af framkvæmdinni hlýst.

Athuga þarf að bílar í vörslu eru á ábyrgð sveitarfélags. Portið eða skemman sem bílarnir eru geymdir í þarf að vera mannhelt og læst. Kæra þarf skemmdarverk sem unnin eru til lögreglu sem innbrot. Ef tryggilega er staðið að vörslu eru skemmdarverk sem unnin eru á bílum ekki skaðabótaskyld."


Við óskum eftir skilningi og samstarfi hlutaðeigandi eigenda, því öll viljum við jú bæta umhverfið okkar og gera Hólmavík fallegri bæ. 

Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri.


Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón