A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Torg og leikskólalóð

| 27. mars 2019

 

Miðvikudaginn þriðja apríl n.k. kl 16.30-18 í Hnyðju, mun Hildur Dagbjört Arnardóttir landslagsarkitekt frá VERKÍS koma hingað til þess að leiða okkur í gegnum:

 

Fyrstu hugmundir að torgi (á malarsvæðinu bak við Café Riis).  Við ætlum að skoða hvort áhugi sé fyrir að endurlífga þetta svæði og finna út hvaða hlutverki það getur þjónað. Þrívítt tölvumódel verður notað til að sýna betur möguleikana á svæðinu.

 

Fyrstu hugmyndir að mótun lóðarinnar við Leikskólann Lækjarbrekku.  Fyrsta samráð með krökkum og starfsfólki var fyrir jól og út frá þeim upplýsingum hefur verið unnin skissa sem verður kynnt á íbúafundinum.  Íbúar hafa hér möguleika til að hafa áhrif á hvernig endaniðurstaðan verður og hvaða útfærslur valdar.

 

Þessi vinna er liður í endurhönnun opinberra svæða, en sú vinna hófst s.l. haust. 

 

Við hvetjum íbúa Strandabyggðar til að koma á fundinn og taka þátt í mótandi umræðu.  Sýna hvernig umhverfi við viljum fyrir okkur og börnin okkar.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón