A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tónleikar

Salbjörg Engilbertsdóttir | 08. maí 2015

Karlakór Reykjavíkur, eldri félagar í Hólmavíkurkirkju 15. maí.

Föstudaginn 15. maí n.k. kl. 20 verða Eldri félagar Karlakórs Reykjavíkur með söngskemmtun í Hólmavíkurkirkju. Kórinn er að halda upp á 50 ára afmæli með söngferð til Vestfjarða og Stranda, en stofnandi kórs eldri félaga var Sigurður Þórðarson frá Gerðhömrum í Dýrafirði. Sigurður var stjórnandi Karlakórs Reykjavíkur í áraraðir og stofnaði kórinn árið 1926.

 

Söngstjóri Eldri félaga Karlakórs Reykjavíkur er Friðrik S. Kristinsson sem einnig stjórnar Karlakór Reykjavíkur og Drengjakór Reykjavíkur. Píanóleikari er Anna Guðný Guðmundsdóttir og einsöngvarar: Sigmundur Jónsson tenór og Strandamaður og Hallvarður S. Óskarsson. Söngmenn eru um 40.

 

Á söngskránni eru einkum lög eftir Sigvalda Kaldalóns, en einnig: Jón Ásgeirsson, Jón Nordal, Björgvin Guðmundsson, Sigfús Einarsson og fl. Miðaverð er kr. 1.500.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« Júlí 2017 »
S M Ţ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Nćstu atburđir

Vefumsjón