A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tímabundið starf hjá AtVest á Hólmavík í haust

| 12. maí 2011
Á fundi Atvinnumála- og hafnarnefndar í gær, miðvikudaginn 11. maí 2011, kom m.a. fram að tímabundið starf verður auglýst hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða á Hólmavík næsta haust. Ekki hefur verið tekin ákvörðun hvort um 80 eða 100% stöðu er að ræða. Starfið verður til viðbótar við stöðu verkefnastjóra AtVest sem er með aðstöðu á Hólmavík.

Þá verður haldið námskeið á Hólmavík í haust í nýsköpun, gerð viðskiptaáætlana og stofnun fyrirtækja. Námskeiðið er hugsað fyrir alla þá sem hafa áhuga á að koma hugmyndum í framkvæmd, öðlast nýja þekkingu eða vilja styrkja sig í núverandi rekstri. Námskeiðið er einnig tilvalið fyrir þá sem hafa unnið að hugmyndunum sínum lengi og vilja stíga næsta skref. 

Þá er námskeiðið kjörið tækifæri til að hitta aðra sem hafa áhuga á að skapa sér tækifæri og störf við það sem þeir hafa áhuga á. Fjöldi handverksfólks, bænda, sjávarútvegsfólks og annarra íbúa á öllum aldri á höfuðborgarsvæðinu og landsbyggðinni hafa sótt námskeið sem þessi undanfarin ár með góðum árangri.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón