A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tilnefningar til menningarverðlauna Strandabyggðar

Salbjörg Engilbertsdóttir | 14. júní 2022


Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd Strandabyggðar auglýsir eftir tilnefningum til Menningarverðlauna Strandabyggðar árið 2022.

Í ár verður Lóan, menningarverðlaun Strandabyggðar, veitt í þrettánda skiptið. Verðlaunin eru veitt árlega til einstaklings, félags, stofnunar, fyrirtækis eða hóps fyrir eftirtektarvert framtak á sviði lista og menningar í sveitarfélaginu á liðnu ári ásamt því að oft eru veitt hvatningarverðlaun til frekari starfa í menningarmálum. 

Árið 2021 hlaut Arnkatla lista- og menningarfélag menningarverðlaun fyrir ötult starf á sviði menningarmála í Strandabyggð en Svavar Knútur Kristinsson hlaut sérstaka viðurkenningu fyrir aðkomu sína að menningarviðburðum í sveitarfélaginu.

Fyrri verðlaunahafar eru þessir:
2021 Arnkatla, lista- og menningarfélag
2020 Jón Jónsson
2019 Leikfélag Hólmavíkur
2018 Dagrún Ósk Jónsdóttir og Náttúrubarnaskólinn
2017 Steinshús
2016 Sauðfjársetur á Ströndum
2015 Sigríður Óladóttir
2014 Leikfélag Hólmavíkur
2013 Sauðfjársetur á Ströndum
2012 Einar Hákonarson
2011 Þjóðfræðistofa
2010 Samstarfsverkefni grunn- og tónskóla og leikfélags

Sérstök viðurkenning hefur verið veitt eftirtöldum:
2021 Svavar Knútur Kristinsson
2020 Kristín Einarsdóttir
2019 Sunneva Þórðardóttir
2017 Esther Ösp Valdimarsdóttir
2016 Sigríður Drífa Þórólfsdóttir og Birkir Þór Stefánsson
2013 Viðar Guðmundsson
2010 Sigurður Atlason

Heiðursverðlaun hafa verið veitt eftirtöldum:
2018 Ása Ketilsdóttir
2015 Galdrasýning á Ströndum
2012 Sauðfjársetur á Ströndum
2011 Leikfélag Hólmavíkur

Öflugt lista og menningarstarf er verðmætt öllum samfélögum en ekki síst litlum sveitarfélögum á borð við Strandabyggð og því er dýrmætt að verðlauna það sem vel er gert.

Tilnefningum, ásamt rökstuðningi, má skila á skrifstofu Strandabyggðar eða á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is til kl.16:00 sunnudaginn 19.júní.


Tómstunda-, íþrótta- og menningarnefnd  velur úr innsendum tillögum og veitir verðlaunin á Hamingjudögum.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón