A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tillögur vegna úthlutunar byggđakvóta fiskveiđiáriđ 2010/2011

| 13. janúar 2011
Sveitarfélagið Strandabyggð leggur til eftirfarandi breytingu á 4. grein reglugerðar 999/2010, um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa fiskveiðiárið 2010/2011:


- Helmingi úthlutaðs byggðakvóta verði skipt jafnt á milli fiskiskipa

- Helmingi úthlutaðs byggðakvóta verði skipt eftir lönduðum afla síðasta fiskveiðiárs, 2009/2010

 

Í bréfi ráðuneytis dags. 22. desember 2010 kemur fram að ráðuneytið leggur ríka áherslu á að byggðakvóta sé landað til vinnslu innan viðkomandi byggðarlags/sveitarfélags. Sveitarstjóri og oddvitar hafa fundað með Magnúsi Bragasyni fiskverkanda á Hólmavík sem lýsir yfir eindregnum vilja til að taka á móti aflanum til vinnslu. Sveitarstjórn fagnar eflingu fiskvinnslu í Strandabyggð.

 

Í bréfi ráðuneytisins kemur einnig fram að í reglum ráðuneytisins hefur verið fellt niður 15 tonna hámark á fiskiskip og að gerð er krafa um að ekki hafi verið flutt meira aflamark í þorskígildum talið á fiskveiðiárinu 2010/2011 frá viðkomandi fiskiskipum en flutt hefur verið til þeirra þegar afhending aflamarks á sér stað.

 

Fiskistofa annast úhlutun byggðakvótans til fiskiskipa á grundvelli þeirra reglna sem um það gilda.


Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón