A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Tilkynning frá Sorpsamlagi Strandasýslu

Salbjörg Engilbertsdóttir | 28. september 2022


Sorpsamlag Strandasýslu hefur glímt við rekstrarerfiðleika í nokkurn tíma. Ljóst er að ýmsar ástæðar liggja þar að baki. Ný stjórn hefur tekið við og hana skipa Þorgeir Pálsson, Sigríður Guðbjörg Jónsdóttir og Finnur Ólafsson. Stjórn Sorpsamlagsins mun leita allra leiða til að snúa rekstri Sorpsamlagsins við og um leið að aðlaga reksturinn að þeim kröfum og lagalegu forsendum sem að sorphirðu lýtur í dag. Í því felst að breytingar verða gerðar á gjaldskrá Sorpsamlagsins og öllu rekstrarformi. Framkvæmdarstjóri Sorpsamlagsins er Sigurður Marinó Þorvaldsson. 


Sorpsamlag Strandasýslu var viss brautryðjandi á Vestfjarðavísu hvað varðar aðgengi að flokkunarstöð og var og er þjónustustig hvað þetta varðar mjög hátt. Áfram verður reynt að halda háu þjónustustigi, en þó er ljóst að aðgengi og opnunartími Sorpsamlagsins eru til skoðunar. Það eru fáir söfnunarstaðir á landinu opnir allan sólarhringinn, allan ársins hring. Það má búast við breytingu á því fyrirkomulagi á næstunni.


Nánari upplýsingar um útfærslu og framkvæmd þessara breytinga verða gefnar á næstunni. Gert er ráð fyrir að ný gjaldskrá taki gildi frá og með 1. október n.k.  Nánari upplýsingar um starfsemi Sorpsamlags Strandasýslu má finna hér.


Með kveðju
Stjórnin

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón