A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Til fyrirmyndar: Kaupfélag Steingrímsfjarđar á Hólmavík

| 20. júní 2011
Kaupfélag Steingrímsfjarđar á Hólmavík valiđ Til fyrirmyndar. Mynd IV.
Kaupfélag Steingrímsfjarđar á Hólmavík valiđ Til fyrirmyndar. Mynd IV.
« 1 af 5 »

Kaupfélag Steingrímsfjarðar á Hólmavík, KSH, hefur verið valið til fyrirmyndar að þessu sinni og er vel að því komið. KSH á langa sögu á Hólmavík eða allt frá árinu 1898, sögu sem er samofin lífi íbúa og allri atvinnustarfsemi á Ströndum. KSH er eitt af fáum kaupfélögum sem eftir lifa á landinu og er kraftur og jákvæð framtíðarsýn einkennandi fyrir fyrirtækið. Í ár hefur KSH stóraukið þjónustu við viðskiptavini sína sem er svæðinu öllu til sóma.

 

Í apríl var nýr og glæsilegur veitingasalur opnaður þar sem nú er boðið upp á nýjan matseðil og gestum gefst kostur á að virða fyrir sér verk Einars Hákonarsonar listamanns á Hólmavík. Þá hefur opnunartími verið aukinn svo um munar en nú gefst viðskiptavinum kostur á að versla í Kaupfélaginu á Hólmavík frá kl. 9:00 - 23:00 alla daga vikunnar. Þessari stórauknu þjónustu hefur verið vel tekið af íbúum og ferðalöngum á Ströndum.


Kaupfélagsstjóri Kaupfélags Steingrímsfjarðar á Hólmavík er Jón Eðvald Halldórsson og verslunarstjóri er Hildur Emilsdóttir. Er þeim ásamt starfsfólki öllu og stjórn Kaupfélagsins óskað innilega til hamingju með glæsilegan árangur og velfarnaðar í áframhaldandi uppbyggingu á Ströndum.


Fréttaþátturinn Til fyrirmyndar er afsprengi hvatningarátaksins Til fyrirmyndar sem tileinkað var Frú Vigdísi Finnbogadóttur og íslensku þjóðinni á 30 ára kosningarafmæli Vigdísar, þann 29. júní 2010. Í átakinu voru Íslendingar hvattir til að staldra við og huga að því sem vel er gert, jafnt stóru sem smáu. Sveitarfélagið Strandabyggð hvetur lesendur til að senda inn ábendingar um það sem ykkur finnst vera til fyrirmyndar á Ströndum. Vinsamlegast hafið samband við skrifstofu Strandabyggðar eða sendið póst á netfangið
strandabyggd@strandabyggd.is merkt Til fyrirmyndar.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón