A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Þjóðskjalasafn með námskeið á Hólmavík

| 16. ágúst 2011
Mynd tengist ekki efni fréttarinnar beint.
Mynd tengist ekki efni fréttarinnar beint.

Þriðjudaginn 13. september 2011 mun Þjóðskjalasafn Íslands (ÞÍ) halda almennt námskeið um skjalavörslu fyrir sveitarfélög á starfssvæði Þjóðskjalasafns Íslands í Strandasýslu. Námskeiðið er ætlað fyrir þá sem koma að móttöku, skráningu og frágangi gagna sem ætluð eru til afhendingar ÞÍ og starfsmenn sem vinna að gerð málalykils hjá sveitarfélögum á Ströndum, þ.e. í Bæjarhreppi, Árneshreppi, Kaldrananeshreppi og Strandabyggð.

Á námskeiðinu er farið almennt yfir helstu lög og reglur sem gilda um skjalavörslu opinberra aðila, hverjir eru afhendingarskyldir aðilar og kröfur og fyrirmæli Þjóðskjalasafns til skjalavörslu sveitarfélaga og stofnana þeirra.

Skráning fer fram með tölvupósti á netfangið skjalavarsla@skjalasafn.is, nafn þátttakenda, starfsheiti, netfang og heiti stofnunar / sveitarfélags skal fylgja skráningunni.

Námskeiðið er kl. 09:00 - 12:30  og verður haldið í Félagsheimilinu á Hólmavík, sjá hér.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón