A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Þjóðfræðistofa fær Menningarverðlaun 2011 fyrir Skelina

| 05. júlí 2011
Katla Kjartansdóttir tók við verðlaununum fyrir hönd Þjóðfræðistofu.  Myndir IV og JG.
Katla Kjartansdóttir tók við verðlaununum fyrir hönd Þjóðfræðistofu. Myndir IV og JG.
« 1 af 4 »

Menningarverðlaun Strandabyggðar árið 2011 hlýtur Þjóðfræðistofa fyrir Skelina. Skelin er lista- og fræðimannadvöl á Ströndum sem hefur nú verið starfrækt frá 1. nóvember 2010 en þá tók Þjóðfræðistofa á leigu húsnæði við Hafnarbraut 7 þar sem starfrækt er kaffihúsið Hólmakaffi yfir sumartímann. Umsóknir í Skelina fóru fram úr öllum vonum. Fjölmargir og góðir gestir hafa sótt í Skelina og hafa þeir eflt menningarlíf hér á Ströndum með mjög fjölbreyttum hætti. 

Skelin hefur vakið jákvæð og mikla athygli á svæðinu auk þess sem fyrirhuguð er sérstök kynning á verkefninu í heild í fjölmiðlum. Þá hafa ýmis framhaldsverkefni og samstarfsmöguleikar við bæði innlenda og erlenda fræði- og listamenn orðið til í kringum Skelina. Mörg dæmi eru um að gisting í öðrum gistirýmum á svæðinu hafa verið nýtt þar sem gestir hafa framlengt dvöl sína eða fengið til sín gesti meðan á dvöl hefur staðið auk þess sem verkefnið og hefur jákvæð áhrif á verslun og þjónustu á svæðinu. Með tilkomu verkefnisins er að staðaldri 1 - 4 manna aukning á íbúafjölda í Strandabyggð, fólk með afar ólíkan bakgrunn og reynslu sem gerir mannlífið blómlegra á Ströndum. Verkefnið er viðamikið innlegg í menningarlíf sveitarfélagsins og er jákvætt fyrir svæðið.

Heimamenn og nærsveitungar hafa tekið vel á móti gestum og verið duglegir að sækja þá viðburði og/eða námskeið sem boðiðhefur verið upp á Skelinni en þau hafa verið eftirfarandi:
 
Guðrún Tryggvadóttir, myndlistarkona, reið á vaðið í byrjun nóvember og hélt í lok sinnar dvalar vel lukkaða myndlistarsýningu. Næstur kom svo Henry Fletcher sem hélt fyrirlestur m.a. um svæðisbundna matarmenningu og Gunnar Theódór Eggertsson og Yrsa Þöll Gylfadóttirrithöfundar komu og lásu upp úr sínum verkum fyrir bæði börn og fullorðna.

Í desember stóðu Tinna Schram og Brian Berg fyrir ljósmyndanámskeiði fyrir börn og héldu ljósmyndasýningu í lok þess á Galdraloftinu. AuðurHildur Hákonardóttir og Þór Vigfússon og héldu áhugaverðan fyrirlestur á Galdraloftinu m.a. um Guðmund góða og lífselexír.

Clémentine Delbecq dansari og kvikmyndagerðarkona frá París kom og sýndi dansstuttmynd í Skelinni ásamt því að  leita að áhugaverðum tökustöðum og fólki fyrir sína næstu mynd. Clémentine Delbecq kom svo seinna og dvaldist í Skelinni og vann frekar að dansstuttmyndsinni "Water is dress" í samstarfi við Þjóðfræðistofu og heimafólk.

Hallvarður Herzog tónlistarmaður og tónskáld hélt tónleika í Skelinni við Íslandsmynd Leo Hansen, BrianBerg annað ljósmyndanámskeið fyrir fullorðna og í lok janúar kom Helena Berglund leiklistarkennari frá Svíþjóð og hélt leiklistarnámskeiðið "Persónusögur". Kjartan Ólafssonhélt fyrirlesturinn "Nýjar fréttir af Fjalla-Eyvindi á Ströndum" fyrir fullu húsi en mikill áhugi var fyrir erindi hans á landsvísu.

Sólveig Dagmar Þórisdóttir kom og veitti ráðgjöf, héltnámskeið/hugarflugsfund um ferðaþjónustu á Ströndum, Ólöf Gerður Sigfúsdóttir sýningarstjóri kom og dvaldi með framandverkaflokknum Kviss, Búmm, Bang en þærhéldu svo erindi/námskeið fyrir heimamenn um hugmyndafræði sína og starfsemi sem lýtur að því að breyta heiminum með nýstárlegum aðferðum.

Ingólfur Gíslason félagsfræðingur og dósent við Háskóla Íslands kom í Skelina og fjallaði um breytta stöðu feðra og tók einnig þátt í mótun nýrrar jafnréttisáætlunar í Strandabyggð. Danskennarinn Jón Pétur og fulltrúar Hamrahlíðakórs voru í Skelinni, Íris Ellenbergerdoktorsnemi í sagnfræði kom og var með uppistand á Húmorsþingi, og þær Adda og Sunna Ingólfsdætur tónlistarkonur ráku lestina með tónleikum i Bragganum.

 
Sveitarfélagið Strandabyggð óskar Þjóðfræðistofu hjartanlega til hamingju með þetta góða verkefni.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón