A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sumar í Strandabyggđ

Ţorgeir Pálsson | 07. júlí 2020
Kæru íbúar Strandabyggðar,

Það er mikið að gerast í Strandabyggð þessa dagana.  Hamingjudagar voru nýlega og tókust mjög vel. Lotta kom eins og áður en nú var sýningin þeirra í lundinum við hliðina á Bragganum og það reyndist frábær staður.  Dagskrá Hamingjudaga var annars nokkuð viðamikil, með brekkusöng, varðeld, hamingjuhlaupi, hamingjujoga, opnum húsum, söngatriði Unnar Malínar, Galdraleikum ofl.

Síðustu dagar hafa verið sérlega góðir á Hólmavík; sól og sæla. Vinnuskólakrakkarnir hafa unnið vel í að fegra umhverfið okkar og sést það um allan bæ.  Síðan var formleg opnun á ærslabelgnum í gær, með pylsupartýi og fjöri. 

Að auki hefur Geislinn boðið upp á tveggja vikna leikjanámskeið fyrir yngri börnin og íþróttaþjálfun fyrir þau eldri. Þetta bætist við leikjanámskeið og Náttúrubarnaskóla sem voru í síðasta mánuði.  Þannig að það er nóg að gerast á Hólmavík!

Njótum sumarsins!

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« Mars 2021 »
S M Ţ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30 31      

Nćstu atburđir

Vefumsjón