A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sumar í Strandabyggð!

| 15. júlí 2019

Sumarið er ekki búið!  Það hefur verið mikið líf og fjör á Hólmavík að undanförnu.  Alls kyns hátíðir og viðburðir, talsvert um ferðamenn, enda mikið að sækja hingað sem og í Strandabyggð alla og sveitarfélögin í kring um okkur.  Það er líf við höfnina, tjaldsvæðið er þétt skipað, mikið að gera á veitingastöðum, söfnum, kaffihúsum, fólk á gangi um bæinn að skoða og njóta og nýta sér alls kyns þjónustu, allt frá dekkjaviðgerðum til þriggja rétta máltíða o.s.frv., o.s.frv.  Þetta er ánægjulegt og hvetur okkur til dáða; til að gera betur, auka þjónustuna og efla Strandabyggð sem ferðamannastað.  Og eins og við vitum, er Strandabyggð miklu meira en bara Hólmavík: Til dæmis Kaldalón og allt það svæði, sem er kafli útaf fyrir sig.  Þvílík náttúruperla.  Í okkar landi!  Þarna eru mikil tækifæri fyrir okkur íbúa sem og aðra til að njóta þess besta sem okkar landslag og náttúra hefur uppá að bjóða. 

Strandabyggð er sélega vel staðsett þegar kemur að ferðaþjónustu. Héðan er hægt að fara í fjölda stórkostlegra dagsferða; Djúpavík, Drangsnes, Bjarnarfjörður, Norðurfjörður, Krossneslaug, Reykhólar, Dalirnir og þannig mætti lengi telja.


Njótum sumarsins, njótum Strandabyggðar og nágrenis!

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón