A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Strandabyggđ auglýsir eftir verktaka í snjómokstur og hálkuvarnir

Ţorgeir Pálsson | 10. október 2023

Strandabyggð auglýsir eftir verktaka til að sjá um snjómokstur og hálkuvarnir í sveitarfélaginu.  Um er að ræða snjómokstur innan Hólmavíkur. Gerð er krafa um að verktaki hafi yfir að ráða tækjabúnaði sem ræður við mismunandi magn af snjó.  Verktaki skal skila inn verði fyrir útselda vinnu stjórnanda þeirra vinnuvéla sem nýttar verða.

 

Framkvæmd og forgangsröðun snjómoksturs skal vera samkvæmt viðmiðunarreglum um snjómokstur í Stranndabyggð ( http://www.strandabyggd.is/stjornsysla/tilkynningar/skra/2495/ ) sem forstöðumaður áhaldahúss veitir upplýsingar um. Tengiliður verktaka er forstöðumaður Áhaldahúss.  Um er að ræða snjómokstur fyrir tímabilið október 2023 – maí 2025.  Gerður verður verktakasamningur við viðkomandi þar um.

 

Tilboðum skal skila inn til skrifstofu Strandabyggðar merktar „Snjómokstur 23-25“ fyrir kl 16, miðvikudaginn 18. október n.k. eða á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is

 

Allar nánari upplýsingar veitir Sigurður Marinó Þorvaldsson, forstöðumaður áhaldahúss, í síma 894-4806, eða á netfangið siggimarri@strandabyggd.is  Strandabyggð áskilur sér rétt til að taka því tilboði sem metið er hagkvæmast, eða hafna öllum.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón