A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Starfsstćkifćri í Ozon

| 30. október 2020

Félagsmiðstöðin Ozon auglýsir eftir frístundaleiðbeinendum.
Ozon youth center is looking for youth workers - please be in touch if you are interested.


Helstu verkefni og ábyrgð
• Skipulag á félagsmiðstöðvarstarfi fyrir börn og unglinga á aldrinum 10-16 ára.
• Leiðbeina bönum í leik og starfi.
• Samráð og samvinna við börn og unglinga.
• Starfsmenn standa vaktir í samráði við forstöðumanneskju.

Hæfniskröfur:
• Hugmyndaauðgi, jákvæðni og sveigjanleiki
• Áhugi á starfi með börnum og unglingum
• Metnaður í starfi og hæfni til að vinna í hóp
• Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum
• Frumkvæði og vilji til að ná árangri
• Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
• Uppeldismenntun og reynsla af vinnu með börnum og ungmennum er kostur
• Hreint sakavottorð


Markmið félagsmiðstöðva er að þjálfa félags- og samskiptafærni barna og unglinga í gengum leik og starf. Markhópur félagsmiðstöðva er börn og unglingar á aldrinum 10-16 ára.

Vinnutími eru 3 - 10 tímar á viku á stuttum vöktum seinni hluta dags, á kvöldin og stöku sinnum um helgar.
Launakjör eru skv. kjarasamningi Samband íslenskra sveitafélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Umsóknafrestur er til 6. nóvember 2020.
Umsóknir berast á netfangið tomstundafulltrui@strandabyggd.is. Umsókn um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Öll kyn eru hvött til að sækja um.


Nánari upplýsingar veitir Esther Ösp Valdimarsdóttir í síma 849-8620 eða á netfanginu tomstundafulltrui@strandabyggd.is

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón