A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Starf stuđningsfulltrúa viđ Grunnskólann laust til umsóknar

| 01. september 2011
Nemendur Grunnskólans á Hólmavík í leik og starfi.
Nemendur Grunnskólans á Hólmavík í leik og starfi.

Grunnskólinn á Hólmavík auglýsir 80% starf stuðningsfulltrúa við skólann. Vinnutími stuðningsfulltrúa er alla virka daga frá kl. 8:00-14:00 auk þátttöku í starfsmannafundum og sérverkefnum sem tilheyra skólastarfinu. Stuðningsfulltrúi vinnur í teymi með kennurum bekkja, fulltrúa sérkennslu og iðjuþjálfa. Starfsvettvangur stuðningsfulltrúa er inni í bekk og á öðrum starfsstöðum Grunnskólans eða umhverfi hans. Stuðningsfulltrúi er kennara til aðstoðar við að sinna einum eða fleiri nemendum sem þurfa sérstaka aðstoð. Starfið miðar fyrst og fremst að því að auka færni og sjálfstæði nemenda, ásamt því að veita þeim félagslegan og námslegan stuðning í daglegum athöfnum. Starfið tekur mið af eintaklingsáætlunum sem hafa það að markmiði að draga smám saman úr þörf nemanda á stuðningi í þeim tilvikum þar sem það er hægt. Nánari starfslýsingu má nálgast hjá skólastjórnendum.

 

Laun eru samkvæmt kjarasamningum á almennum vinnumarkaði vegna starfs stuðningsfulltrúa. Starfstími vegna stöðunnar er frá 6. september 2011 – 31. maí 2012.

 

Umsóknarfrestur er til klukkan 10:00 mánudaginn 4. september 2011.

Frekari upplýsingar veita Bjarni Ómar Haraldsson skólastjóri í s. 892-4666 og
Hildur Guðjónsdóttir aðstoðarskólastjóri í s. 661-2010, skolastjorar@holmavik.is

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón