A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Starf forstöðumanns/umsjónarmanns Héraðs- og skólabókasafnsins á Hólmavík er laust til umsóknar

| 15. ágúst 2013

 

 

Bókasafnsnefnd Héraðsbókasafns Strandasýslu og Grunnskólinn á Hólmavík auglýsa laust til umsóknar 60% starf forstöðumanns/umsjónarmanns Héraðs- og skólabókasafnsins á Hólmavík. Bókasafnið er til húsa í Grunn- og tónskólanum á Hólmavík.

Helstu verkefni

  • Umsjón með útlánum og innkaupum á bókum
  • Skráning á bókum og öðrum gögnum í Gegni
  • Upplýsingatækni og safnfræðsla fyrir nemendur í 1. – 10. bekk
  • Samskipti við aðra skóla á Ströndum og önnur bókasöfn
  • Viðburðir á vegum safnsins og samvinnuverkefni með skólastofnunum
  • Rekstur bókasafnsins
  • Önnur verkefni sem næsti yfirmaður felur honum  í tengslum við starfsemi skóla eða safnsins.
  • Þátttaka í símenntunaráætlun skóla

Menntunarkröfur

Æskilegt er að starfsmaður sé með menntun í bóksafnsfræði og upplýsingatækni eða öðrum skyldum greinum. Einstaklingur með reynslu á þessu sviði kemur einnig til greina.

 

Hæfniskröfur

Leitað er að drífandi einstaklingi sem á auðvelt með mannleg samskipti og er jákvæður og skapandi.

 

Ráðningarkjör

Laun eru samkvæmt kjarasamningum.

   

Starfsmaður heyrir undir skólastjórnendur og bókasafnsnefnd Héraðsbókasafns Strandasýslu.

 

Starfið er laust frá og með 1. september 2013. Umsóknarfrestur er til og með 25. ágúst 2013.

 

Vinsamlegast sendið umsókn ásamt ferilskrá til Grunnskólans á Hólmavík eða á netfangið skolastjorar@holmavik.is. Nánari upplýsingar veitir Hulda I. Rafnarsdóttir, skólastjóri, í síma 451 3129. 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón