A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Smásagna- og ljóðasamkeppni

| 30. október 2014
Ákveðið hefur verið að blása til smásagna- og ljóðakeppni í tilefni af bókmennta- og ljóðahátíðinni Bókavík sem haldin verður í Strandabyggð 17.-23. nóvember næstkomandi.

Dómnefndin er ekki af verri endanum en hana skipa Andri Snær Magnason rithöfundur og Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur og skáld en báðir hafa þeir unnið til Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir verk sín. Auk þeirra mun strandastúlkan Bára Örk Melsted sitja í dómnefnd en hún sigraði einmitt í ljóðasamkeppni grunnskólabarna á Vestfjörðum í fyrravetur.

Smásögum og ljóðum á að skila til tómstundafulltrúa á tomstundafulltrui@strandabyggd.is eða á Skrifstofu Strandabyggðar í síðasta lagi miðvikudaginn 19. nóvember.

Hver og einn má skila inn eins mörgum ljóðum eða smásögum og hugurinn girnist.
Mikilvægt er að merkja verkin með dulnefni eða dulnefnum eftir því sem við á.

Keppt er í eftirfarandi aldursflokkum:
12 ára og yngri
13-18 ára
18 ára og eldri

Efnistök eru frjáls.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón