A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Skrifađ undir styrktarsamning viđ Skíđafélag Strandamanna

| 17. febrúar 2012
F.v. Arnar Snćberg Jónsson tómstundafulltrúi sem vann ađ samningagerđinni, Rósmundur Númason, skíđakappi og stjórnarmađur í Skíđafélaginu og Ingibjörg Valgeirsdóttir, sveitarstjóri í Strandabyggđ.
F.v. Arnar Snćberg Jónsson tómstundafulltrúi sem vann ađ samningagerđinni, Rósmundur Númason, skíđakappi og stjórnarmađur í Skíđafélaginu og Ingibjörg Valgeirsdóttir, sveitarstjóri í Strandabyggđ.
« 1 af 2 »
Nýlega skrifaði sveitarfélagið Strandabyggð undir styrktarsamning við hið öfluga Skíðafélag Strandamanna. Í samningnum, sem er til þriggja ára og gildir því út árið 2014, er kveðið á um árlegan stuðning Strandabyggðar við Skíðafélagið ásamt endurgjaldslausum afnotum af húsnæðisaðstöðu í eigu sveitarfélagsins undir æfingar og aðra viðburði. Skíðafélagið hefur verið sérstaklega öflugt undanfarin ár í að efla veg og vanda skíðaíþróttarinnar á Ströndum, einkum og sér í lagi skíðagöngu. Í þeirri grein á félagið fólk í fremstu röð sem hefur náð góðum árangri á mótum, til dæmis á Andrésar Andar leikunum.


Við undirskrift samningsins kom fram í máli Rósmundar Númasonar, stjórnarmanns í Skíðafélaginu, að félagið stefnir á mikla uppbyggingu í Selárdal á komandi árum. Þar hefur félagið haft aðsetur undanfarin ár til æfinga og mótshalds. Þar á að reisa húsnæði til afnota fyrir iðkendur, hvort sem er við æfingar eða mótshald. Framtíð skíðaíþróttarinnar á Ströndum er því björt.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

« September 2020 »
S M Ţ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Nćstu atburđir

Vefumsjón