A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Sköpunarverkiđ Strandir

| 05. maí 2012
Sýningin Sköðunarverkið Strandir opnar í Upplýsingamiðstöð ferðamanna á Hólmavík í dag, laugardaginn 5. maí, kl. 15:00.

Á sýningunni Sköpunarverkið Strandir getur að líta ljósmyndir og ummæli ferðamanna og heimafólks um Strandir. Sýningin er ekki hefðbundin listsýning heldur ein leið til miðlunar alþjóðlegs rannsóknarverkefnis um sköpun áfangastaða á norðurslóðum sem unnið er að í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Kanada ásamt Íslandi. Í íslenska hluta verkefnisins er áherslan á að fylgjast með mótun Stranda sem ferðamannastaðar.

Sumarið 2011 báðum við fólk sem við hittum víðsvegar á Ströndum um að senda okkur myndir sem þeim fannst fanga stemningu eða kjarna Stranda sem staðar. Þátttakendur, ferðamenn jafnt sem heimamenn, voru einnig beðnir um að senda okkur stutta lýsingu á myndunum og nokkur orð um ástæður fyrir því að þeir völdu tilteknar myndir. Í allt fengum við sendar rúmlega 130 myndir sem allar eru rannsókninni sjálfri mjög mikilvægar en aðeins hluti þeirra sýndur hér.

Titill sýningarinnar vísar til þess hvernig staður verður til með athöfnum fólks og tengslum þess við hluti og umhverfi; menningu og náttúru. Myndirnar varpa ljósi á hvernig fólk upplifir stað og tengir hann og sögu hans sínum eigin bakgrunni og sögu(m). Um leið draga margar myndanna fram hvernig menning og náttúra, sem okkur er tamt að hugsa um sem aðskilin, fléttast saman í daglegum athöfnum okkar sem eiga þátt í að skapa sérhvern stað, hvort sem við eigum þar heima eða eigum leið þar um sem ferðafólk.

Allir velkomnir!¨

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón