A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Skilaboðaskjóðan

Salbjörg Engilbertsdóttir | 03. apríl 2014
Dvergarnir spá og spekúlera
Dvergarnir spá og spekúlera
« 1 af 2 »

Óhætt er að segja að félagsheimilið á Hólmavík hafi iðað af tónlist, lífi, leik og fjöri undanfarnar vikur en þar hafa mætt ýmsar furðupersónur til að taka þátt í Skilaboðaskjóðunni, en hún verður frumsýnd á laugardaginn. Þetta skemmtilega verk er eftir Þorvald Þorsteinsson og tónlist eftir Jóhann G. Jóhannsson og var frumflutt í Þjóðleikhúsinu 1993.  

Uppsetningin hér er í samstarfi Grunn og tónskólans á Hólmavík og Leikfélags Hólmavíkur og er þetta 6. samstarfsverkefnið frá árinu 2000.  Leikstjóri er Esther Ösp Valdimarsdóttir og tónlistarstjórn er í höndum Hildar Heimisdóttur. Leikarar eru fjölmargir nemendur úr 8.-10 bekk grunnskólans og úr FNv dreifnámi á Hólmavík.  Tryggið ykkur miða sem fyrst á þessa skemmtilegu sýningu en sýningar eru sem hér segir:

Frumsýning 5. apríl kl.14.00
2.sýning 6. apríl kl.14.00
3.sýning 9. apríl kl.19.00
4.sýning páskadag 20.apríl kl.19.00
5.og lokasýning 2.páskadag 21.apríl kl. 14.00

Miðapantanir eru hjá Ester miðasölustjóra í síma 693-3474

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón