A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Skákdagur Íslands haldinn hátíđlega í Grunnskólanum á Hólmavík

| 25. janúar 2012
Skákdagur Íslands haldinn 26. janúar 2012
Skákdagur Íslands haldinn 26. janúar 2012

Skákdagur Íslands verður haldinn í fyrsta sinn á morgun, fimmtudaginn 26. janúar. Skákdagurinn er haldinn til heiðurs Friðrik Ólafssyni, fyrsta stórmeistara Íslendinga, en Friðrik verður 77 ára þennan dag og tekur virkan þátt í hátíðahöldum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Skáksambandi Íslands. Til að heiðra Friðrik mun forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, halda móttöku á Bessastöðum. Á meðal annarra gesta verða þau börn sem í febrúar tefla fyrir Íslands hönd á Norðurlandamóti barna og mun Friðrik tefla við Nansý Davíðsdóttur, 10 ára, sem er nýkrýndur Íslandsmeistari barna, fyrst stúlkna á Íslandi. Að Skákdeginum standa Skáksamband Íslands, Skákakademía Reykjavíkur, Skákskóli Íslands og taflfélög um allt land, í samvinnu við skóla, íþróttafélög, sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklinga. Markmiðið er að heiðra Friðrik Ólafsson, fyrir einstakt framlag til samfélags okkar í heild og skákarinnar sérstaklega, jafnframt því að sýna þá grósku sem er í íslensku skáklífi um allt land.

Skákdagur Íslands verður haldinn hátíðlega hér í Grunnskólanum á Hólmavík og bjóða upp á stutta kennslu í skák í öllum bekkjardeildum í samvinnu við nemendur í 8. bekk. Síðar mun Jón Kristinsson, stórbóndi á Klúku og fyrrverandi skákmeistari, m.a. Skákmeistari Reykjavíkur 1973 (nánar um það hér), heimsækja skólann og bjóða nemendum í fjöltefli. Jón ætlaði að koma til okkar á morgun en vegna veðurs var ákveðið að fresta heimsókninni í bili. Jón færði skólanum bókagjöf sem nýtist vel til þess að fræða nemendur um skáklistina eða sem geta nýst sem verðlaun eða viðurkenning í skákstarfi innan skólans. Þess má geta að í starfsmannahóp Grunnskólans á Hólmavík er fyrrverandi skákmeistari skólans en það er Kolbeinn Skagfjörð Jósteinsson.

Frétt af vef Grunnskólans á Hólmavík.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón