A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Samţykktar reglur hjá Strandabyggđ

Salbjörg Engilbertsdóttir | 28. desember 2021

Á fundi sveitarstjórnar nr. 1326 sem haldinn var 14. desember sl. voru lagðar fram til samþykktar innkaupareglur, launastefna og reglur um framlagningu viðauka hjá sveitarfélaginu. Reglur þessar eru álíka og hjá öðrum sveitarfélögum og skv. lagaumhverfi hins opinbera.

Launastefna
er hluti af starfsmannastefnu og leið í átt að jafnlaunavottun sveitarfélagsins.

Til að fylgja lögum um opinber innkaup nr. 120/2016 voru samþykktar innkaupareglur Strandabyggðar sem finna má hér

Reglur um framlagningu viðauka við fjárhagsáætlun er hægt að sjá hér. Reikningsskila- og upplýsinganefnd Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins leggur til að sveitarfélög samþykki verklagsreglur sem eiga að vera grunnur að verklagi sveitarfélags við gerð viðauka og auðvelda sveitarstjórnum að setja skýrar reglur um einstakar ákvarðanir.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón