A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Réttindanám vegna rekstrarleyfis til farţega og farmflutninga

| 06. október 2020


Samgöngustofa mun standa fyrir námskeiði fyrir þá sem ekki hafa fullnægjandi starfshæfni samkv. skilyrðum rekstrarleyfis til farþega- og farmflutninga á landi samkvæmt reglugerð nr. 474/2017.  Námskeiðið verður haldið dagana 19. – 24 okt. nk. og kennt með fjarfundabúnaði.

 

Í 5. gr. framangreindrar reglugerðar segir meðal annars um starfshæfni:

„Til að uppfylla skilyrði um starfshæfni skal umsækjandi hafa lokið námskeiðum á vegum Samgöngustofu, sbr. 8. gr. Prófuð skal þekking umsækjanda á þeim sviðum sem greinina varðar. Vegna þessa skal Samgöngustofa útbúa námsskrá að höfðu samráði við hagsmunaaðila sem að greininni standa og í samræmi við 8. gr. framangreindrar reglugerðar (EB) nr. 1071/2009.  Þátttökugjald skal tilgreint í námsskránni.  Heimilt er að veita undanþágu frá námskeiði eða einstökum hlutum þess ef umsækjandi getur sýnt fram á að hafa lokið prófi í einhverri þeirra greina sem um getur í námskrá.“

 

Einnig er hægt að sækja um undanþágu ef forráðamaður sýnir fram á starfsreynslu í rekstri fyrirtækja frá 2009 með vottorði frá fyrirtækjaskrá RSK.

 

Umsækjendur eru beðnir um að innrita sig hjá Ökuskólanum í Mjódd í síma 567-0300 eða í tölvupósti: mjodd@bilprof.is fyrir 14 okt. nk.

 

Ef óskað er eftir undanþágu frá námskeiði skal skila inn gögnum sbr. 5. gr. reglugerðar hér að framan til Samgöngustofu Ármúla 2, eða tölvupósti: leyfisveitingar@samgongustofa.is fyrir 14. okt. nk.

 

Samgöngustofa getur gefið út bráðabirgðaleyfi til umsækjanda til allt að eins árs á meðan sótt er námskeið til að fullnægja skilyrði um viðeigandi starfshæfni, skv. 3. tl. 2. mgr.  (ATH: ekki er unnt að framlengja bráðabirgðaleyfi lengur en eitt ár og fellur leyfið úr gildi ef skilyrði er ekki uppfyllt)

 

Allar nánari upplýsingar varðandi námskeiðið veitir Ökuskólinn í Mjódd.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón