A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Opnunin á neđstu hćđinni - nafnaleit

| 11. júní 2011

Leit stendur nú yfir á nafni á neðstu hæðinni í Þróunarsetrinu á Hólmavík. Neðsta hæðin var opnuð föstudaginn 10. júní með handverksmarkaði Strandakúnstar og fallegri sýningu á vegum Þjóðfræðistofu um Höllu skáldkonu eftir Guðfinnu M. Hreiðarsdóttur. Við opnunina bauð Þjóðfræðistofa gestum og gangandi upp á léttar veitingar og vorboðinn ljúfi, handverksmarkaður Strandakúnstar, var líflegur að vanda. Opið verður fyrir gesti og gangandi á neðstu hæðinni í sumar milli kl. 14:00 - 17:00 alla virka daga. Rýmri opnunartími verður auglýstur sérstaklega í kringum Hamingjudaga.


Á neðstu hæðinni, sem er í stöðugri þróun og vinnslu, eru nú húsgögn og munir úr ýmsum áttum. Gamlir munir úr gamla kaupfélaginu fá þar nýtt hlutverk auk þess sem þar eru húsgögn í eigu Leikfélags Hólmavíkur sem eigendur Orlofsdvalar á Felli í Kollafirði gáfu leikfélaginu fyrr í vikunni vegna flutninga. Þá hefur sveitarfélagið Strandabyggð sett upp barnahorn á neðstu hæðinni auk þess sem gestir og gangandi geta gripið í spil, flett í gömlum bókum eða sest við taflborðið. Allir þeir sem luma á hugmyndum um nafn á neðstu hæðina mega láta starfsfólk Strandabyggðar vita eða senda tölvupóst á netfangið strandabyggd@strandabyggd.is

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón