A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Opnun móttökustöðvar Sorpsamlags Strandasýslu á Skeiði 3

| 10. desember 2009
Laugardaginn 12. desember verður formleg opnun móttökustöðvar fyrir flokkaðan úrgang á Skeiði 3 á Hólmavík.  Er það Sorpsamlag Strandasýslu sem mun sjá um rekstur stöðvarinnar og er ætlunin að opna einnig stöðvar á Drangsnesi, Borðeyri og Norðurfirði.  Munu íbúar og fyrirtæki geta komið með endurvinnanlegan úrgang á móttökustöðina en opið verður til að byrja með á föstudögum frá kl. 16:00-18:00, fyrsta og þriðja þriðjudag hvers mánaðar milli kl. 15:00-17:00 og annan laugardag í hverjum mánuði  frá kl. 13:00-15:00.  Hægt verður að koma með sléttan pappír, dagblöð, tímarit, bylgjupappa, plastfilmu glæra og litaða, hart plast s.s. skyrdósir, málma, timbur, hjólbarða, rafmagnstæki, gler og spilliefni án gjalds. 

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón