A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Nýr tómstundafulltrúi Strandabyggđar

| 18. september 2020

Esther Ösp Valdimarsdóttir hefur verið ráðin sem tómstundafulltrúi Strandabyggðar og mun taka við því starfi á næstu vikum en þó ekki alfarið fyrr en náðst hefur að endurskipuleggja kennslu í 1.-4. bekk, en Esther Ösp var þar umsjónarkennari.

Esther Ösp er með viðbótardiplóma í kennslufræði framhaldsskóla við Háskóla Íslands, MA nám í mannfræði við Háskóla Íslands, BA í mannfræði frá Háskóla Íslands, stúdentspróf af náttúrufræðibraut, líffræðisviði frá Kvennaskólanum í Reykjavík.  Þá tók hún ársnám við fjöltyngdan og alþjóðlegan menntaskóla í Mexíkó.

Esther Ösp hefur víðtæka reynslu og má þar nefna: verkefnastjórn í kennsluþróun og ráðgjöf við Grunnaskólann á Hólmavík, rekstur Hvatastöðvarinnar, sjálfseflingarseturs, en Esther Ösp er með Jógakennaranám frá Jógastúdíó, viðurkennt af Yoga Alliance.  Hún hefur starfað sem umsjónarkennari við Grunnskólann á Hólmavík, unnið að og sett upp sýninguna „Strönduð í sveit“, auk þess að hafa komið að leiðbeinendastarfi meistaranema, leikhússtörfum, stundakennslu við Háskóla Íslands, framkvæmdastjórn Héraðssambands Strandamanna ofl.

Esther Ösp var tómstundafulltrúi Strandabyggðar árin 2013-2017 og er því vel kunn þessu starfi.


Við bjóðum Esther Ösp velkomna til starfa og væntum góðs af hennar þekkingu og reynslu á þessu sviði, enda mörg spennandi verkefni framundan.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón