A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Nýr slökkviliđsstjóri

| 23. ágúst 2019

Í sumar var gengið frá stofnun Byggðasamlags um slökkviliðsmál og eru aðstandendur þess; Dalabyggð, Reykhólahreppur og Strandabyggð.  Byggðasamlagið þjónustar einnig Árneshrepp og Kaldrananeshrepp. Fyrsta verkefnið var að ráða slökkviliðsstjóra og eins og fram hefur komið, er slökkviliðsstjóri Ívar Örn Þórðarson.  Ívar Örn stýrði sinni fyrstu æfingu á Hólmavík í gær, fimmtudag 22. ágúst.

Ívar Örn er fæddur 1975, og hefur starfað sem atvinnu slökkviliðsmaður í samtals 6 ár og í varaliði í 2 ár.

Þá hefur Ívar Örn starfað sem sjúkraflutningsmaður í tvö og hálft ár.  Ívar Örn hefur aðsetur í Búðardal, og flyst hingað frá Fjarðabyggð, þar sem hann starfaði sem slökkviliðs- og neyðarflutningamaður í Slökkviliði Fjarðabyggðar.

Ívar Örn er byggingarfræðingur frá Erhvervsakademiet Lillebælt í Danmörku, húsasmiður frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja og að auki slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður með vinnuvéla- og meirapróf.


Ívar Örn er giftur Sigríði Vigdísi Þórðardóttur, bókara og nema við tómstunda og félagsmálafræði og saman eiga þau þrjú börn.  Við bjóðum þau velkomin á svæðið og Ívar Örn bjóðum við velkominn til starfa.

Slökkviliðsstjóri er starfsmaður Byggðasamlagsins og er honum ætlaða að samræma starfsemi slökkviliðs Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar.  Á hverjum stað verður áfram yfirmaður slökkviliðs og gegnir Einar Indriðason því hlutverki hér á Hólmavík.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón