A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Lífshlaupið

| 30. janúar 2014

Lífshlaupið, heilsu- og hvatningarverkefni ÍSÍ, verður ræst í sjöunda sinn miðvikudaginn 5. febrúar 2014. 

Lífshlaupið höfðar til allra landsmanna og gefst þátttakendum kostur á að taka þátt í vinnustaða-, grunnskóla- og einstaklingskeppni, þar sem hver og einn getur skráð inn sína hreyfingu allt árið.

Opnað hefur veriðfyrir skráningu vinnustaða, grunnskóla og einstaklinga á www.lifshlaupid.is.

Við hvetjum alla í Strandabyggð til þátttöku í Lífshlaupinu 2014 og fylgjast að sama skapi með öðrum keppnisliðum í nágrenninu. Þátttaka er hér lykilatriði, enda öllum hollt og gott að fylgjast með hreyfingu sinni í upphafi árs og meta um leið möguleika til úrbóta. Að sjálfsögðu vekur sérstakur árangur einstaklinga eða hópa þó alltaf verðskuldaða athygli.

Skráum okkur öll og skemmtum okkur vel.

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón