A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Leitar- og réttardagar 2021

| 11. ágúst 2021

Fjallakskilaseðill fyrir Strandabyggð 2021 er í lokafrágangi. Hér er yfirlit um dagsetningar leitar- og réttardaga. Ef athugasemdir eru sendið þá ábendingar á skrifstofu Strandabyggðar eða hafið samband við Pétur Matthíassson, formann Atvinnu-, dreifbýlis- og hafnarnefndar, sem fyrst.

A. 

 

1. Leitarsvæði:  Frá Mórillu að Selá.

Fyrri leit:            Laugardaginn 11. september

Seinni leit:         Laugardagur 25. september

 

2. Leitarsvæði: Frá Selá að Hafnardalsá.

Fyrri leit:            Laugardaginn 28. ágúst

Seinni leit:         Laugardagur 11. september

 

3.-6. Leitarsvæði: Frá Hafnardalsá að Gjörvidal.

Haft er samráð við Reykhólahrepp og þá sem fjárvon eiga, um leit á svæði 3-6.

 

Leitarsvæði 1 og 2 tengjast ekki réttum, heldur er leitað og rekið beint í hús.

B.     

 

1. Leitarsvæði: Ósland

Fyrri leit:            Laugardaginn 18. september

Seinni leit:         Laugardagur 2. október

 

2. Leitarsvæði: Vatnadalur, Aratungudalur, Hrófbergsfjall að Norðdal og Staðará

&

3. Leitarsvæði: Frá Norðdal að Króksfelli, Háuholtum að Tíðalæk

Fyrri leit:            Laugardaginn 18. september

Seinni leit:         Laugardagur 2. október

 

Réttað verður í Staðarrétt sunnudaginn 19. september og sunnudaginn 3. október.

 

4. Leitarsvæði: Selárdalur að Króksfelli, Háuholtum að Tíðalæk.

Fyrri leit:            Laugardaginn 11. september

Seinni leit:         Laugardagur 25. september

 

Leitarsvæði 4, tengist ekki réttum, heldur er leitað og rekið beint í hús.


C.

 

1. Leitarsvæði: Frá Arnkötludalsá að Nautadalsá

Fyrri leit:            Föstudaginn 10. september

Seinni leit:         Laugardagur 25. september

 

2. Leitarsvæði: Frá Nautadalsá að Ósá

Fyrri leit:            Föstudagur 10. september

Seinni leit:         Laugardagur 25. september

 

Réttað verður í Skeljavíkurrétt föstudaginn 10. september og laugardaginn 25. september.

 
D.  

 

1. Leitarsvæði: Frá Deild, Kollafjarðarnes – Kirkjuból

Fyrri leit:            Laugardagur 18. september

Seinni leit:         Laugardagur 2. október

 

2. Leitarsvæði: Miðdalur.

Fyrri leit:            Laugardagur 18. september

Seinni leit:         Laugardagur 2. október

 

3. Leitarsvæði: Tungudalur að Arnkötludalsá.

Fyrri leit:            Laugardagur 18. september

Seinni leit:         Laugardagur 2. október

 

Réttað verður í Kirkjubólsrétt sunnudaginn 19. september og sunnudaginn 3. október


E.    

 

1. Bunguleit – Nónfjallsleit. Leitarsvæði: Frá Deild – Steinadalsheiði

Fyrri leit:            Laugardagur 18. september

Seinni leit:         Laugardagur 2. október

 

2. Fellsleit. Leitarsvæði: Steinadalsheiði, Steinadalur austan ár, Mókollsdalur vestan ár

Fyrri leit:            Laugardagur 18. september

Seinni leit:         Laugardagur 2. október

 

3. Leitarsvæði: Mókollsdalur, Litlidalur og út að landamerkjagirðingu

Fyrri leit:            Laugardaginn 11. september

Seinni leit:         Laugardagur 2. október
Rekið er beint í fjárhús. 

 

Skilarétt í Kollafirði verður sunnudaginn 19. september og sunnudaginn 3. október


F.     

1. Hálsleit. Leitarsvæði: Broddanes- og Broddadalsárlönd út í Stigavík

Fyrri leit:            Laugardagur 18. september

Seinni leit:         Laugardagur 2. október

Smalað er beint í hús.

 

2. Hálsleit. Leitarsvæði: Frá Grafarlandi að Stigavík

Fyrri leit:            Laugardagur 18. september

Seinni leit:         Laugardagur 2. október

Smalað er beint í hús.

G.   

 

1. Gilleit. Leitarsvæði: Krossárdalur – Hærridalur – Kálfadalur – Mjóidalur

Kleifar út að girðingu. Eyrarfjall, Eyrarhlíð

Fyrri leit:            Laugardagur 18. september

Seinni leit:         Laugardagur 2. október

Smalað er beint í hús.

 

2. Gröf. Leitarsvæði: Frá Einfætingsgili, Langavatnshólar að Hvítarhlíðarlandi.

Fyrri leit:            Laugardagur 18. september

Seinni leit:         Laugardagur 2. október

 

Réttað er í Bitrufirði sunnudaginn 19. september og laugardaginn 2. október


H.  

 

1. Leitarsvæði: Fram-Bitra.

Fyrri leit:            Laugardagur 18. september

Seinni leit:          Laugardagur 2. október

Leitarstjóra er heimilt að breyta dagsetningum til samræmis við fjárleitir í Dalabyggð og Hrútafirði.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón