A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Leikfélag Hólmavíkur fćr heiđursverđlaun

| 05. júlí 2011
Einar Indriđason einn helsti frömuđur leikfélagsins um árabil. Mynd IV.
Einar Indriđason einn helsti frömuđur leikfélagsins um árabil. Mynd IV.

Menningarverðlaun Strandabyggðar voru veitt á Hamingjudögum. Í ár ákvað dómnefndin að veita sérstök heiðursverðlaun Strandabyggðar fyrir  gríðarlega öflugt menningarstarf undanfarna áratugi.  Heiðursverðlaunin hlýtur Leikfélag Hólmavíkur fyrir leikrit, leikferðir, hátíðir, búninga, ljósameistara, brellur og hlátur og fyrir að auðga mannlíf á Ströndum undanfarin 30 ár.


Leikfélag Hólmavíkur var stofnað 3. maí 1981. Áður hafði þó löngum verið leikið á Ströndum, undir merkjum ýmissa ólíkra félagasamtaka. Leiksýningarnar eru 37 auk þess hefur Leikfélag Hólmavíkur á þessum sömu árum og öll þessi leikrit hafa verið sýnd staðið fyrir fjölmörgum skemmtiatriðum og leikið ótal smáþætti og sett saman dagskrár, séð um 17. júní og bændahátíðir og 1. maí skemmtanir, tekið þátt í allra handa hátíðahöldum, skrifað leikrit, haldið upp á afmælin sín með bravúr, séð um samningaviðræður við jólasveina, gert útvarpsþátt, leikið í útvarpsleikriti, kvikmyndum og svo ótal margt fleira að ekki er nokkur lifandis leið að nefna það allt. 


Leikfélag Hólmavíkur er víðfrægt fyrir að hafa sýnt einstaklega víða um land, mun víðar en flest önnur leikfélög. Það hefur meira að segja farið í hringferð um landið með leikritið Djúpavíkurævintýrið. Vel á annað hundrað manns hafa stigið á stokk með leikfélaginu í gegnum árin.  Samvinnu verkefnið Skjaldbakan er nýjasta verkefnið og í vetur var sýnt leikritið með Táninginn í tölvunni en það leikrit setti aðsóknarmet á Hólmavík auk þess sem farið var með það í leikferð víða um Vestfirði.

Sveitarfélagið Strandabyggð óskar Leikfélagi Hólmavíkur hjartanlega til hamingju og þakkar fyrir þann menningarauð sem félagið hefur lagt fram til samfélagsins.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón