A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Lausamunir á opnum svæðum - ÍTREKUN

Þorgeir Pálsson | 24. nóvember 2022

Kæru íbúar Strandabyggðar,

Þann 28. október s.l. var frétt hér á heimasíðu Strandabyggðar um lausamuni á opnum svæðum í þorpinu.  Með fréttinni var mynd af bátum, fellihýsi og kerru, sem komið hefur verið fyrir á opnu svæði.  Fréttin er hér: Strandabyggð / Fréttir / Lausamunir á opnum rýmum (strandabyggd.is) 

Engin viðbrögð urðu við fréttinni og því er það ítrekað hér, að eigendur lausamuna á opnum svæðum þurfa að fjarlægja þá og koma þeim fyrir annars staðar.  

Við óskum því eftir því að eigendur lausamuna á myndinni, sem og annars staðar í þorpinu, hafi samband við okkur á skrifstofu Strandabyggðar sem fyrst, þannig að við getum sameinast um lausn.  Ella þarf sveitarfélagið að grípa til annara aðgerða.  Hafið endilega samband við sveitarstjóra í síma 899-0020 eða á netfangið thorgeir@strandabyggd.is eða ræðið málið við starfsmenn áhaldahúss, og við finnum sameiginlega lausn.

 

Kveðja
Þorgeir Pálsson
oddviti

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón