A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Kynning á Dreifnámi FNV á Hólmavík

Salbjörg Engilbertsdóttir | 07. apríl 2015


Ertu að pæla í að fara í skóla? Eða ertu ekki viss? Finnst þér dýrt að flytja strax að heiman og langar að spara smá pening áður en þú ferð í burtu í skóla? Myndir þú vilja auka tekjumöguleika þína með aukinni menntun?

 

Miðvikudaginn 8. apríl verður haldin kynning á Dreifnámi FNV á Hólmavík. Þorkell Þorsteinsson aðstoðarskólameistari FNV og Margrét Hallsdóttir námsráðgjafi munu mæta og kynna fyrir áhugasömum deildina og svara spurningum. Kynningin hefst klukkan 14:30 í húsnæði Dreifnámsins, Hafnarbraut 19. Heitt verður á könnunni og eru allir hjartanlega velkomnir.

Eiríkur Valdimarsson, umsjónarmaður Dreifnáms FNV á Hólmavík

 

Með góðri kveðju,

Eiríkur Valdimarsson

Umsjónarmaður dreifnáms FNV á Hólmavík

Könnun

Facebook

Atburðadagatal

Næstu atburðir

Vefumsjón