A A A

Valmynd

Fréttir

Skólastarf

Kvennakórinn Norđurljós 20 ára afmćlistónleikar

Salbjörg Engilbertsdóttir | 03. maí 2019
Kvennakórinn Norðurljós var stofnaður haustið 1999 af Sigríði Óladóttur og systrunum Mariolu og Elzbietu Kowalczyk og á því 20 ára afmæli í haust.  Í tilefni þess, hefur kórinn æft dagskrá sem samanstendur af uppáhaldslögum undanfarinna 20 ára og lögum og textum sem hafa verið samin eða útsett fyrir kórinn.

Afmælistónleikarnir verða haldnir sunnudaginn 5. maí nk. kl. 14.00 í Hólmavíkurkirkju og eftir tónleikana verður veglegt kaffihlaðborð og afmælisveisla í félagsheimilinu á Hólmavík.  Kórkonur vonast eftir að sem flestir mæti til að fagna þessum tímamótum með þeim.

Stjórnandi kórsins hefur verið frá upphafi Sigríður Óladóttir og að þessu sinni eru meðleikarar Kjartan Valdimarsson og Gunnlaugur Bjarnason. Formaður kórsins er Aðalbjörg Óskarsdóttir

Miðaverð er 3500 og 1800 fyrir ungmenni 6-14 ára og ekki er tekið við kortagreiðslum en hægt er að millifæra á reikning.

Könnun

Facebook

Atburđadagatal

Nćstu atburđir

Vefumsjón